Handbolti

Arnór þurfti að fara í aðgerð á kjálka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. Mynd/Instagram
Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson lenti illa í því í gær í leik með Bergischer HC á móti HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann kjálkabrotnaði og þurfti að fara í aðgerð í dag.

Arnór meiddist strax á fjórðu mínútu leiksins þegar hann lenti í samstuði við leikmann Wetzlar.

Arnór birti mynd af sér á Instagram þar sem fylgdi textinn:„Bara brattur eftir adgerdina... #kjálki #komnirmed8stig #4sæti #rudningur #olnbogi."

Áður hafði Arnór látið vita af því á twitter að hann væri að fara í aðgerð: „Brot í kjálkanum eftir leikinn í gær.... Adgerd a eftir smá #samtsigurígær #8stig."

Bergischer HC vann leikinn 25-24 sem skilar nýliðunum upp í fjórða sæti deildarinnar með jafnmörg stig og  Füchse Berlin en lakari markatölu.

Mynd/Instagram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×