Innlent

Björgunarsveit aðstoðar Kaldbak í Eyjafirði

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kaldbakur EA.
Kaldbakur EA.
Súlur, björgunarsveitin á Akureyri hefur verið kölluð út til aðstoðar togaranum Kaldbaki sem missti vélarafl úti á Eyjafirði fyrr í kvöld. Skipsverjar hafa nú komið annarri vélinni í gang þannig að skipið siglir fyrir eigin vélarafli. Þrír björgunarmenn eru farnir að skipinu með lóðsinum frá Akureyrarhöfn og aðrir sjö bíða þess að aðstoða við að leggja skipið að bryggju.

Kaldbakur er nú staddur um þrjár sjómílur frá landi og fer hægt yfir. Er búist við að það taki hann a.m.k. klukkustund að komast að bryggju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×