Handbolti

Björgvin Páll valinn í lið umferðarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson
Björgvin Páll Gústavsson mynd / stefán
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður okkar Íslendinga í handknattleik, hefur verið valinn í lið umferðarinnar af tímaritinu Handball Woche sem kom út í morgun.

Björgvin leikur með nýliðum Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni en liðið hefur byrjað mótið frábærlega. Eftir tap í fyrstu umferð gegn Kiel hefur liðið náð að vinna næstu fjóra leiki og hefur átta stig í deildinni.

Markvörðurinn átti frábæran leik gegn Wetzlar um helgina þegar lið hans vann eins marks sigur 25-24.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×