Innlent

"Dirty night“ aflýst vegna athugasemda Jafnréttisstofu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Það verður ekkert Dirty Night í Sjallanum um helgina.
Það verður ekkert Dirty Night í Sjallanum um helgina.
Ekkert verður af því að viðburðurinn „Dirty Night“ fari fram í Sjallanum á Akureyri um helgina. Viðburðinum hefur verið aflýst eftir að Jafnréttisstofa gerði athugasemdir við forsvarsmenn Sjallans um að viðburðurinn færi fram. Akureyri Vikublað greinir frá þessu.

Jafnfréttisstofa beindi þeirri ábendingu til Sjallans að auglýsingar um viðburðinn gætu verið brot á 29. grein jafnréttislaga auk þess að vera í andstöðu við markmið laganna. „Við fengum ábendingar um viðburðinn og sendum í kjölfarið ábendingu til framkvæmdastjóra Sjallans,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, í samtali við Akureyri vikublað.

Ingibjörg bætir því við að forsvarsmenn Sjallans hafi sýnt samfélagslega ábyrgð í janúar sl. þegar þeir ákváðu að hætta við viðburð með sama nafni og því hafi verið skorað á þá að standa við þá samfélagslegu ábyrgð.

Í auglýsingum sem birtar voru á Facebook kom fram að meðal þess sem boðið yrði upp á væri undirfatasýning, dansbúr og glaðningur fyrir leðurklæddar konur. Einn af forsvarsmönnum Sjallans sem Akureyri vikublað ræddi við segir að þeir hafi misskilið hvernig viðburðurinn ætti að fara fram og hafi hætt við í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×