Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum 21. ágúst 2013 09:44 Mynd/Anton Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að halda vöxtum bankans óbreyttum en stýrivextir bankans standa nú í sex prósentum. Í uppfærðri spá sem birtist í ritinu Peningamál í morgun er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði tæplega tvö prósent, en það er svipað og spál var í maí. Hagvaxtarhorfur hafa hinsvegar versnað að mati bankans næstu tvö árin og því er gert ráð fyrir tæplega þriggja prósenta hagvexti en ekki ríflega, á því tímabili. Þetta er einkum rakið til minni fjárfestinga í orkufrekum iðnaði næstu misserin. Þá hefur bati á vinnumarkaði reynst kröftugri en spáð var fyrir í maí og er gert ráð fyrir batinn haldi áfram. „Samkvæmt spánni mun verðbólga aukast lítillega á seinni hluta ársins en taka að hjaðna á ný í átt að markmiði frá og með byrjun næsta árs. Verði launahækkanir í samræmi við verðbólgumarkmið mun verðbólga að öðru óbreyttu hjaðna hraðar og vextir verða lægri en ella,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Peningastefnunefndar. Þá segir að stefna um viðskipti Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði sem kynnt var í maí hafi stuðlað að minni sveiflum krónunnar og litlar breytingar hafa orðið á gengi hennar frá síðasta fundi peningastefnunefndar. Enn sem komið er hafi sú þróun þó ekki leitt til lækkunar verðbólguvæntinga. „Peningastefnan hverju sinni þarf að taka mið af stefnunni í opinberum fjármálum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á eftirspurn í þjóðarbúskapnum. Óvissa ríkir um áform í opinberum fjármálum á komandi árum en þau munu skýrast með fjárlagafrumvarpi í byrjun október. Brýnt er að jöfnuður náist á ríkissjóði sem fyrst þannig að samspil stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum stuðli með sem minnstum tilkostnaði að ytra jafnvægi þjóðarbúsins, efnahagslegum stöðugleika og verðbólgu í samræmi við markmið,“ segir einnig. Nefndin bætir því við að laust taumhald peningastefnunnar hafi á undanförnum misserum stutt við efnahagsbatann. „Áfram gildir að eftir því sem slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum er nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hverfi einnig. Að hve miklu leyti aðlögunin á sér stað með breytingum nafnvaxta Seðlabankans fer eftir framvindu verðbólgunnar, sem ræðst að miklu leyti af þróun launa og gengishreyfingum krónunnar,“ segir að lokum. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að halda vöxtum bankans óbreyttum en stýrivextir bankans standa nú í sex prósentum. Í uppfærðri spá sem birtist í ritinu Peningamál í morgun er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði tæplega tvö prósent, en það er svipað og spál var í maí. Hagvaxtarhorfur hafa hinsvegar versnað að mati bankans næstu tvö árin og því er gert ráð fyrir tæplega þriggja prósenta hagvexti en ekki ríflega, á því tímabili. Þetta er einkum rakið til minni fjárfestinga í orkufrekum iðnaði næstu misserin. Þá hefur bati á vinnumarkaði reynst kröftugri en spáð var fyrir í maí og er gert ráð fyrir batinn haldi áfram. „Samkvæmt spánni mun verðbólga aukast lítillega á seinni hluta ársins en taka að hjaðna á ný í átt að markmiði frá og með byrjun næsta árs. Verði launahækkanir í samræmi við verðbólgumarkmið mun verðbólga að öðru óbreyttu hjaðna hraðar og vextir verða lægri en ella,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Peningastefnunefndar. Þá segir að stefna um viðskipti Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði sem kynnt var í maí hafi stuðlað að minni sveiflum krónunnar og litlar breytingar hafa orðið á gengi hennar frá síðasta fundi peningastefnunefndar. Enn sem komið er hafi sú þróun þó ekki leitt til lækkunar verðbólguvæntinga. „Peningastefnan hverju sinni þarf að taka mið af stefnunni í opinberum fjármálum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á eftirspurn í þjóðarbúskapnum. Óvissa ríkir um áform í opinberum fjármálum á komandi árum en þau munu skýrast með fjárlagafrumvarpi í byrjun október. Brýnt er að jöfnuður náist á ríkissjóði sem fyrst þannig að samspil stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum stuðli með sem minnstum tilkostnaði að ytra jafnvægi þjóðarbúsins, efnahagslegum stöðugleika og verðbólgu í samræmi við markmið,“ segir einnig. Nefndin bætir því við að laust taumhald peningastefnunnar hafi á undanförnum misserum stutt við efnahagsbatann. „Áfram gildir að eftir því sem slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum er nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hverfi einnig. Að hve miklu leyti aðlögunin á sér stað með breytingum nafnvaxta Seðlabankans fer eftir framvindu verðbólgunnar, sem ræðst að miklu leyti af þróun launa og gengishreyfingum krónunnar,“ segir að lokum.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira