Lífið

Þú ert að fara á tónleikana á Kex hostel í kvöld

Ellý Ármanns skrifar
Búast má við því að stappfullt verði á tónleikum Símans og þriggja frábærra hljómsveita, Ylju, Hjaltalín og Sometime á Kex Hostel í kvöld. Fyrstir koma, fyrstir fá besta plássið á hostelinu.

Bjartey, Guðný Gígja og hljómsveit þeirra Ylja hefja leikinn en hljómsveitin Hjaltalín endar.

Tónleikunum verður streymt á vef Símans í kvöld. Enginn þarf því að missa af tónleikunum.

Streymið hefst klukkan 20:00

„Frábært að uppteknir þurfi ekki að sleppa þessu tækifæri til að njóta góðrar stemningar og tónlistar. Þeir geta hlustað og horft í gegnum snjalltækin eða tölvuna meðfram öðrum verkefnum ,“ segir Gunnhildur Arna Gunnardóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Slóðin á streymið verður á finna á vef Símans: www.siminn.is/spotify












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.