Handbolti

Lærisveinar Dags sekúndum frá sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Mynd/NordicPhotos/Getty
Füchse Berlin og HSV Hamburg gerðu 30-30 jafntefli í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld en seinni leikurinn fer fram í Hamburg á föstudagskvöldið.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin byrjuðu leikinn illa (Hamburg komst í 12-6) en tóku síðan við sér og voru komnir 18-15 yfir fyrir hálfleik. Refirnir voru síðan 25-21 yfir þegar Martin Schwalb tók leikhlé og kveikti í sínum mönnum í HSV.

HSV Hamburg náði strax að jafna í 26-26 en Füchse Berlin náði aftur frumkvæðinu og var 30-28 yfir í lokin. Gestirnir náðu að minnka muninn og  það var síðan hornamaðurinn Stefan Schröder tryggði Hamburg jafntefli með því að skora jöfnunarmarkið nokkrum sekúndum fyrir lokaflautið.

Hans Lindberg var markahæstur hjá HSV Hamburg með sex mörk en Pavel Horak og Konstantin Igropoulo skoruðu flest fyrir Füchse Berlin með sex hvor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×