Ég er 23 ára og hef glímt við átröskun frá því ég var 12 ára Ellý Ármanns skrifar 23. ágúst 2013 16:00 Elín Bragadóttir, 23 ára, Akureyringur gaf okkur leyfi til að birta reynslusögu sína sem hún skrifar á bloggið Barningur.wordpress.com sem hún heldur úti ásamt félögum sínum Margréti Helgu Erlingsdóttur og Aroni Frey Heimissyni. Þar skrifar Elín pistil um mjög svo erfiða reynslu en hún hefur glímt við átröskun síðan hún var aðeins 12 ára gömul.Hér má lesa pistil Elínar:Ungar konur í dag eru undir sífelldri pressu varðandi útlit sitt.Sumir svelta sig algjörlega- en það eru aðrar birtingamyndir Átröskun er sjúkdómur sem hefur mörg birtingarform. Átröskun er ekki bara það að einstaklingur kasti öllu upp sem hann borðar, það er samt ein birtingarmynd. Hún felst ekki heldur bara í því að einstaklingur svelti sig algjörlega, þó að það sé önnur mynd sjúkdómsins. Hjá sumum koma fram báðar þessar gerðir á sama tímabili, sjúklingur kemur e.t.v. ekki niður matarbita lungann úr deginum en endar síðan daginn á því að láta undan harmakveinum líkamans sem sárvantar næringu og borða hömlulaust. Eftir átkastið kastar hann upp að fyrirskipan órökréttra radda sem óma í höfði hans og eru ekki hans eigin heldur endurómur sjúkdóms, átröskunar. Þessar birtingarmyndir átröskunar, lotugræðgi og lystarstol, eru þær þekktustu. Lúmskari og ekki síður hættuleg birtingarmynd þessa sjúkdóms er hins vegar algengust. Þeirri birtingarmynd tilheyra tilfelli sem ekki er hægt að skilgreina, hún er nokkurs konar „ruslflokkur.“Alvarlegur sjúkdómur Ég er 23 ára og hef glímt við átröskun frá því ég var 12 ára. Í rúman áratug. Alvarleiki sjúkdómsins hefur verið mismikill á þessu skeiði og birtingarmyndir hans jafnframt mismunandi. Í upphafi var ætlunin að borða hollari mat, þó ekki væri nema til að standa mig örlítið betur í íþróttunum sem ég æfði. Ég hætti alfarið að borða sælgæti og drekka gos, síðan fóru kökur og ís á svarta listann, í kjölfarið fylgdu kex og öll matvæli sem innihéldu örðu af sykri eða fitu og loks stóð nánast ekkert eftir utan þessa svarta lista. Þar fyrir utan hreyfði ég mig manískt. Foreldrum mínum sagði ég, og trúði því jafnframt sjálf, að mér yrði reglulega illt í maganum af öllum matvælunum á svarta listanum og gæti því einfaldlega ekki borðað þau. Ég fór í hinar ýmsu skoðanir hjá alls kyns læknum til að reyna að komast að rót vandans. Afhverju var ung og hraust stelpa allt í einu farin að sveigja svona út af vaxtarkúrfu síns aldurshóps?Mamma stígur inn í máliðLoks fór hugrakka mamma mín með mig til læknis í enn eitt skiptið og greindi mig sjálf. Hún sagði einfaldlega: „Ég veit hvað hrjáir dóttur mína, hún er með átröskun.“ Það kom flatt upp á lækninn og hann var eldfljótur að greina mömmu með hysteríu, ég fékk hins vegar ekki greiningu í þessum læknistíma frekar en þeim síðasta. Kannski vegna þess að ég passaði ekki inní kerfið, var hvorki með týpíska lotugræðgi né hið týpíska lystarstol. Ég á dugmikla mömmu sem gefst seint upp og það fór loks svo að ég fékk inni á BUGL (Barna- og unglingageðdeild landsspítalans.) Þar var ekki lengi verið að greina vandann, ég þjáðist af algengasta birtingarformi átröskunar; „ruslflokksátröskun“. Ég fékk hjálp og tímabundið leið mér betur. Ég veiktist síðan aftur, fékk aftur aðstoð. Veiktist aftur og aftur, fékk aðstoð aftur og aftur. Alltaf allt aftur.Þráhyggja gagnvart matÁtröskun einkennist af þráhyggju gagnvart mat; bensíni okkar og byggingarefni sem er ætlað að skila okkur í gegnum daginn heilbrigðum og hamingjusömum. Allan liðlangan daginn er höfuðið gegnsýrt af hugsunum um mat. Hvað var borðað síðast? Hvað skal borða næst? Skal yfir höfuð borða næst? Þráhyggja gagnvart hreyfingu er gjarnan meðfylgjandi. Var nógu mörgum kaloríum brennt þennan tiltekna dag eða þarf að auka hreyfingu á morgun til að bæta upp missinn?Samviskubit yfir hreyfingaleysiÁtröskunarsjúklingur leggst á koddann að kvöldi dags, e.t.v. með samviskubit yfir því að hafa ekki hreyft sig nóg eða yfir því að hafa borðað eitthvað af svarta listanum. Nætursvefninn kannski slæmur sökum svengdar og næringarskorts. Hann vaknar og fyrsta hugsunin varðar mat eða hreyfingu, hvernig á að haga deginum í þeim efnum. Hvaða aðferðum skal beitt til að fela sjúkdóminn fyrir samferðafólki og ástvinum þann daginn. Sjúklingurinn hefur misst öll raunveruleikatengsl við mat. Kann ekki að umgangast hann öðruvísi en sem óvin og er ófær um að sjá að matur er mannvinur sem heldur í okkur lífi.Ennþá koma erfiðar dagar Ég hef aldrei verið í jafnvægi um eins langt skeið og einmitt nú. Það hefur krafist mikillar vinnu og lærdómsfýsnar og þó á ég ennþá örlítið eftir í land. Ennþá koma dagar inná milli þar sem ég hái innri baráttu við sjúkdómsröddina, þó æ sjaldnar sé. Ég hef lagt mig fram um að læra að borða og hreyfa mig uppá nýtt. Ég hef fylgst með fjölskyldu minni, vinum mínum og öllu góða fólkinu í kringum mig – hvað telst eðlilegt og hvað ekki? Lagt mig eftir því að elska matinn sem ég legg inn fyrir varir mínar og verður loks að manneskjunni mér. Fylgst með hreyfingu alls heilbrigða fólksins í kringum mig og reynt að átta mig á því hvað getur talist heilnæmt. Reynt að hætta að slíta hreyfingu úr tengslum við hugann, líkt og fjölmörg slagorð hvetja okkur til. Algeng líkamsræktarslagorð, eins og „When you feel like quitting, think about why you started,“ „You can feel sore tomorrow or you can feel sorry tomorrow – you choose“ og „No pain, no gain“ hvetja okkur til að hlusta ekki á hvernig okkur líður heldur bægslast áfram og einblína á árangur erfiðisins og sársaukans. Árangur sem oftar en ekki er einungis tengdur útliti – við erum hvött til að láta okkur líða illa í þeim tilgangi einum að standa uppi ógurlega sexí með „thigh gap“ og „six pack.“Forsíður glanstímarita leggja oftar en ekki línurnar um útlit sem er ónáttúrulegt.Áhyggjufull Þessi ofuráhersla á útlit í líkamsrækt í dag veldur mér bæði heilabrotum og áhyggjum. Hún kemur hvað skýrast fram í íþrótt sem heitir módelfitness og slagorð af ofangreindu tagi birtast einmitt gjarnan í tengslum við hana. Oft er niðurstaða keppenda og áhangenda íþróttarinnar sú að sá sem vogar sér að hreyfa við gagnrýni sé einfaldlega öfundsjúkur og langi að vera eins flottur og fallegur og keppendurnir í módelfitness. Mér finnast slík andmæli afar lýsandi fyrir þessa íþrótt – útlitið er allt sem er. „Strong is the new skinny“ og í bakgrunni er mynd af hálfnakinni konu sem er ekki bara grönn, heldur líka með upphandleggsvöðva. Sú lætur ekki hanka sig á nýjustu tísku í líkamsmótun.Bannað að mæta á æfingarÞegar öfgar í þessari íþrótt eru gagnrýndar heyrist gjarnan önnur mótbára; að í mörgum íþróttum sé æfingatíminn álíka mikill og jafnvel meiri en tíminn sem fer í æfingar fyrir fitnessmót. Það er margt til í því. Sjálf var ég í fimleikum lengi vel og æfði yfirleitt í þrjár klukkustundir á dag alla virka daga. Þar fór hins vegar að draga úr árangri mínum þegar ég var farin að borða eins og módelfitnesskeppandi í niðurskurði. Í mínu tilviki fór það þannig að ég var orðin svo orkulítil að það þurfti að setja fótinn fyrir dyrnar, mér var bannað að mæta á æfingar. Það er hins vegar ekki uppi á tengingnum í módelfitness. Ég hef heyrt af og horft uppá keppendur sem eru svo þreyttir á niðurskurðartímabili að það hefur áhrif á daglegt líf þeirra, svo ekki sé talað um lundarfarið. Sökum þreytu eru þeir hættir að gera nokkuð annað en mæta á æfingar samkvæmt áætlun og borða samkvæmt stífum matarprógrömmum. Kannski með stöðugan höfuðverk. Lífið er hætt að snúast um nokkuð annað en mat og hreyfingu. Þegar lífið er hætt að snúast um nokkuð annað en þessa þætti, er þá ekki hegðunarmynstrið farið að minna óþægilega mikið á fyrrgreindan sjúkdóm? Keppendur hafa fengið upp í hendurnar æfingaáætlun og matarprógramm frá þjálfara, plagg sem virðist vera eins konar kennsluáætlun í því að verða átröskunarsjúklingur. Sundurliðaðar leiðbeiningar á A4.Hvar í ferlinu heltist slagorðið „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ úr lestinni? spyr Elín.Brennsluæfingar á fastandi magaKeppendur á svokölluðu niðurskurðartímabili raða gjarnan mat í box fyrir komandi dag áður en þeir fara að sofa, allt snýst þetta jú um aga og skipulag. Síðan rífa þeir sig á fætur eldsnemma og ástunda brennsluæfingar á fastandi maga. Borða mat yfir daginn sem var samviskusamlega raðað í box kvöldið áður og mæta loks á lyftingaæfingu. Borða kvöldmat í samræmi við kennsluáætlunina og raða síðan aftur í box að kvöldi dags áður en þeir fara aftur að sofa. Auðvitað erum við sem gagnrýnum þennan lífstíl bara öfundsjúk, þetta hlýtur að vera lykillinn að hamingjunni. Fyrir mitt leyti, þá hef ég prófað þennan lífstíl. Ég reif mig á fætur og fór í spinning á fastandi maga. Velti því fyrir mér hvenær kæmi að því að ég mætti borða næst (allt á plani eftir klukkunni) og fór síðan aftur í ræktina þegar leið á daginn. Ég var ekki að æfa fyrir módelfitness. Ég var fárveik af átröskun. Eftir strangt niðurskurðartímabil keppenda líður að móti. Þá er mál að hvítta tennur, lita hár, panta förðun, panta greiðslu, panta glimmerbikiní, fá sér gervineglur, æfa sig að ganga á hælaskónum, fjarlægja öll líkamshár, æfa pósurnar og panta tíma í brúnkusprautun. Þó er nauðsynlegt að hafa varann á í brúnkusprautuninni þar sem húðliturinn má ekki vera of dökkur, sbr. reglur frá 1. mars 2012 sem nálgast má á vefsíðunni fitness.is. Í megindráttum eru áherslur dómara í þessari nýju keppnisgrein þær að mun minni áhersla er lögð á vöðvamassa og skurði og horft er til fegurðar. [...] Einungis er keppt í kvennaflokki í þessari keppnisgrein og ef keppt er í unglingaflokki er miðað við að eiga 18 ára afmæli á keppnisárinu. Leitað er að keppendum sem bera það með sér að vöxturinn sé tilkominn vegna íþróttaiðkunar, limaburður fallegur og sýnt er fram á hæfileika til fyrirsætustarfa. Keppendur eiga að sýna fram á fallega kvenlega líkamsbyggingu, hóflega stæltan sem og fallega tónaðan og samræmdan vöxt. Húðlitur sé hóflega brúnn, ekki of dökkur. (https://fitness.is/modelfitness-reglur-og-framkvaemd/)Margir taka hægðalosandi lyfKeppnisdagur rennur upp og keppendur gæta þess vel að drekka ekkert vatn í hálfan sólarhring áður en þeir stíga á svið, það er bannað. Margir taka hægðalosandi lyf, fáir gangast við því og sumir fá sér rauðvínsglas rétt áður en þeir stíga á svið í þeim tilgangi að fullkomna sjálfstraustið. Sjálfstraust sem margir virðast halda að fylgi í kaupbæti með hvítum tönnum, lituðu og greiddu hári, förðuðu andliti, álímdum nöglum, vaxmeðferðum og brúnkusprautun. Síðan sitja dómarar og dæma hvort líkami keppendanna sem spranga um á glimmerbikiníum sé fram úr hófi stæltur eða akkúrat passlegur, hvort húðlitur þeirra sé of dökkur eða akkúrat passlegur – skv. gullinsniðsreglunum. Mér skilst að sá kvenleiki sem keppendur þurfa að sýna af sér felist að miklu leyti í mjóu mitti og stórum brjóstum, eða öllu heldur passlega mjóu mitti og passlega stórum brjóstum – allt samkvæmt forskriftinni. Hvernig svo sem keppendur eiga að fara að því að hafa (passlega) stór brjóst þegar ekki fituarða er eftir á líkama þeirra. Mittinu má aftur á móti halda mjóu með tiltölulega einföldum hætti, trixið er að gera ekki of mikið af æfingum fyrir hliðarmagavöðvana. Ungar konur undir pressuUngar konur í dag eru undir sífelldri pressu varðandi útlit sitt, hvað þá þær sem ákveða að stíga á svið og láta aðra um að dæma hversu vel þeim hafi tekist til við að uppfylla útlitskröfurnar. Útlitskröfurnar í módelfitness eru að auki með þeim hætti að það verður að teljast til heppni ef keppandi nýtur þeirrar gæfu að tilheyra þeim minnihluta sem sleppur við að glíma við átröskun eða þunglyndi áður en yfir líkur. Þessu virðast margir keppendur jafnframt gera sér grein fyrir. Þeir taka við matar- og æfingaáætlunum sínum, vitandi að það kunni að leiða til þunglyndis- og/eða átröskunar. Í pistli á vefsíðunni vodvafikn.is (athyglisvert vefsíðuheiti) sem ber titilinn „Eftir keppnis þunglyndi“ (umhugsunarverður titill) eru keppendur varaðir við vanlíðan sem oft blossar upp þegar mót er afstaðið og undir lok pistilsins veitir pistlahöfundur keppendum ráðleggingar varðandi það hvernig megi varast átköst að keppnisdegi afstöðnum.Fitness þjálfarinn Cathy Savage segir alskyns [slík] vandamál koma upp hjá keppendum eftir keppnir. Fólk reynir að bæta fyrir allar skemmtanirnar sem það missti af og drekkur í óhófi, fær kaupæði og hugsunina ég-má-borða-það-sem-ég-vil. [...]„Þetta er vandamál sem fólk vill ekki tala um, en öllum líður eins” segir Fitness þjálfarinn Cathy Savage.[...] Byrjaðu rólega í ruglmatnum, ekki éta yfir þig af rúsínum áður en þú stígur á svið, vertu búin að ákveða hvað þú mátt borða á veitingarstaðnum um kvöldið svo þú pantir ekki of mikið, ef þú vilt endilega drekka gerðu það þá í hófi, líkaminn þolir ekki mikið. (https://www.vodvafikn.net/ymis-froeleikur/112-fitness-a-vaxtarraekt/314-eftir-keppnistunglyndi.html) Enn á ný er um að ræða ofuráherslu á mat og ofurskipulagningu í kringum allar athafnir sem snerta mat. Ætti ekki að vera eðlilegur partur af þeirri upplifun að fara út að borða að skoða matseðilinn í rólegheitum og velta því fyrir sér hver raunveruleg löngun manns sé? Getur sálarástand manns talist heilbrigt þegar maður höndlar illa þær aðstæður að velja sér mat af matseðli á veitingastað? Það er von mín að fólk fari að átta sig á skaðsemi þessara keppna og að í kjölfarið dragi úr þátttöku í þeim. Innlend rannsókn hefur sýnt fram á að í kringum 70% kvenkyns keppenda í fitness verða varir við átröskunarsjúkdóma í kringum þátttöku í slíkum keppnum og um 90% þeirra segja tíðahring sinn raskast. Á síðasta Íslandsmóti kepptu 64 konur í módelfitness og 24 í fitness, alls 88 konur. Um 60 konur hafa því skv. könnuninni þurft að glíma við átröskun af einhverju tagi eftir það mót, 60 konum of mikið. Um 80 konur lögðu móðurlífið að veði, 80 konum of mikið. Hin „fullkomna kona“, skv. fitnessforskriftinni, fúnkerar ekki líkamlega og er líkleg til að þjást af andlegum kvillum. Er það réttlætanlegur fórnarkostnaður? (https://skemman.is/item/view/1946/9239;jsessionid=6136092251D9261E7960146D26C96313) Hvernig getur á því staðið að vinsældir þessarar íþróttar fara vaxandi frá ári til árs? Er það e.t.v. til marks um á hvaða plani umræða um geðsjúkdóma er í dag? Að sjúkdómar eins og þunglyndi og átröskun þyki ekki alvarlegri en svo að talið sé í lagi að ungar stúlkur keppi í íþrótt sem hefur verið margsannað að ýti undir þessa sjúkdóma? Myndum við leyfa stelpunum okkar að taka þátt í mótum sem vitað væri að ýttu undir líkur á krabbameini, sykursýki eða öðrum líkamlegum sjúkdómum? Hvar í ferlinu heltist slagorðið „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ úr lestinni? Hér er linkur á grein Elínar.Hér er linkur á facebooksíðuna. Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Elín Bragadóttir, 23 ára, Akureyringur gaf okkur leyfi til að birta reynslusögu sína sem hún skrifar á bloggið Barningur.wordpress.com sem hún heldur úti ásamt félögum sínum Margréti Helgu Erlingsdóttur og Aroni Frey Heimissyni. Þar skrifar Elín pistil um mjög svo erfiða reynslu en hún hefur glímt við átröskun síðan hún var aðeins 12 ára gömul.Hér má lesa pistil Elínar:Ungar konur í dag eru undir sífelldri pressu varðandi útlit sitt.Sumir svelta sig algjörlega- en það eru aðrar birtingamyndir Átröskun er sjúkdómur sem hefur mörg birtingarform. Átröskun er ekki bara það að einstaklingur kasti öllu upp sem hann borðar, það er samt ein birtingarmynd. Hún felst ekki heldur bara í því að einstaklingur svelti sig algjörlega, þó að það sé önnur mynd sjúkdómsins. Hjá sumum koma fram báðar þessar gerðir á sama tímabili, sjúklingur kemur e.t.v. ekki niður matarbita lungann úr deginum en endar síðan daginn á því að láta undan harmakveinum líkamans sem sárvantar næringu og borða hömlulaust. Eftir átkastið kastar hann upp að fyrirskipan órökréttra radda sem óma í höfði hans og eru ekki hans eigin heldur endurómur sjúkdóms, átröskunar. Þessar birtingarmyndir átröskunar, lotugræðgi og lystarstol, eru þær þekktustu. Lúmskari og ekki síður hættuleg birtingarmynd þessa sjúkdóms er hins vegar algengust. Þeirri birtingarmynd tilheyra tilfelli sem ekki er hægt að skilgreina, hún er nokkurs konar „ruslflokkur.“Alvarlegur sjúkdómur Ég er 23 ára og hef glímt við átröskun frá því ég var 12 ára. Í rúman áratug. Alvarleiki sjúkdómsins hefur verið mismikill á þessu skeiði og birtingarmyndir hans jafnframt mismunandi. Í upphafi var ætlunin að borða hollari mat, þó ekki væri nema til að standa mig örlítið betur í íþróttunum sem ég æfði. Ég hætti alfarið að borða sælgæti og drekka gos, síðan fóru kökur og ís á svarta listann, í kjölfarið fylgdu kex og öll matvæli sem innihéldu örðu af sykri eða fitu og loks stóð nánast ekkert eftir utan þessa svarta lista. Þar fyrir utan hreyfði ég mig manískt. Foreldrum mínum sagði ég, og trúði því jafnframt sjálf, að mér yrði reglulega illt í maganum af öllum matvælunum á svarta listanum og gæti því einfaldlega ekki borðað þau. Ég fór í hinar ýmsu skoðanir hjá alls kyns læknum til að reyna að komast að rót vandans. Afhverju var ung og hraust stelpa allt í einu farin að sveigja svona út af vaxtarkúrfu síns aldurshóps?Mamma stígur inn í máliðLoks fór hugrakka mamma mín með mig til læknis í enn eitt skiptið og greindi mig sjálf. Hún sagði einfaldlega: „Ég veit hvað hrjáir dóttur mína, hún er með átröskun.“ Það kom flatt upp á lækninn og hann var eldfljótur að greina mömmu með hysteríu, ég fékk hins vegar ekki greiningu í þessum læknistíma frekar en þeim síðasta. Kannski vegna þess að ég passaði ekki inní kerfið, var hvorki með týpíska lotugræðgi né hið týpíska lystarstol. Ég á dugmikla mömmu sem gefst seint upp og það fór loks svo að ég fékk inni á BUGL (Barna- og unglingageðdeild landsspítalans.) Þar var ekki lengi verið að greina vandann, ég þjáðist af algengasta birtingarformi átröskunar; „ruslflokksátröskun“. Ég fékk hjálp og tímabundið leið mér betur. Ég veiktist síðan aftur, fékk aftur aðstoð. Veiktist aftur og aftur, fékk aðstoð aftur og aftur. Alltaf allt aftur.Þráhyggja gagnvart matÁtröskun einkennist af þráhyggju gagnvart mat; bensíni okkar og byggingarefni sem er ætlað að skila okkur í gegnum daginn heilbrigðum og hamingjusömum. Allan liðlangan daginn er höfuðið gegnsýrt af hugsunum um mat. Hvað var borðað síðast? Hvað skal borða næst? Skal yfir höfuð borða næst? Þráhyggja gagnvart hreyfingu er gjarnan meðfylgjandi. Var nógu mörgum kaloríum brennt þennan tiltekna dag eða þarf að auka hreyfingu á morgun til að bæta upp missinn?Samviskubit yfir hreyfingaleysiÁtröskunarsjúklingur leggst á koddann að kvöldi dags, e.t.v. með samviskubit yfir því að hafa ekki hreyft sig nóg eða yfir því að hafa borðað eitthvað af svarta listanum. Nætursvefninn kannski slæmur sökum svengdar og næringarskorts. Hann vaknar og fyrsta hugsunin varðar mat eða hreyfingu, hvernig á að haga deginum í þeim efnum. Hvaða aðferðum skal beitt til að fela sjúkdóminn fyrir samferðafólki og ástvinum þann daginn. Sjúklingurinn hefur misst öll raunveruleikatengsl við mat. Kann ekki að umgangast hann öðruvísi en sem óvin og er ófær um að sjá að matur er mannvinur sem heldur í okkur lífi.Ennþá koma erfiðar dagar Ég hef aldrei verið í jafnvægi um eins langt skeið og einmitt nú. Það hefur krafist mikillar vinnu og lærdómsfýsnar og þó á ég ennþá örlítið eftir í land. Ennþá koma dagar inná milli þar sem ég hái innri baráttu við sjúkdómsröddina, þó æ sjaldnar sé. Ég hef lagt mig fram um að læra að borða og hreyfa mig uppá nýtt. Ég hef fylgst með fjölskyldu minni, vinum mínum og öllu góða fólkinu í kringum mig – hvað telst eðlilegt og hvað ekki? Lagt mig eftir því að elska matinn sem ég legg inn fyrir varir mínar og verður loks að manneskjunni mér. Fylgst með hreyfingu alls heilbrigða fólksins í kringum mig og reynt að átta mig á því hvað getur talist heilnæmt. Reynt að hætta að slíta hreyfingu úr tengslum við hugann, líkt og fjölmörg slagorð hvetja okkur til. Algeng líkamsræktarslagorð, eins og „When you feel like quitting, think about why you started,“ „You can feel sore tomorrow or you can feel sorry tomorrow – you choose“ og „No pain, no gain“ hvetja okkur til að hlusta ekki á hvernig okkur líður heldur bægslast áfram og einblína á árangur erfiðisins og sársaukans. Árangur sem oftar en ekki er einungis tengdur útliti – við erum hvött til að láta okkur líða illa í þeim tilgangi einum að standa uppi ógurlega sexí með „thigh gap“ og „six pack.“Forsíður glanstímarita leggja oftar en ekki línurnar um útlit sem er ónáttúrulegt.Áhyggjufull Þessi ofuráhersla á útlit í líkamsrækt í dag veldur mér bæði heilabrotum og áhyggjum. Hún kemur hvað skýrast fram í íþrótt sem heitir módelfitness og slagorð af ofangreindu tagi birtast einmitt gjarnan í tengslum við hana. Oft er niðurstaða keppenda og áhangenda íþróttarinnar sú að sá sem vogar sér að hreyfa við gagnrýni sé einfaldlega öfundsjúkur og langi að vera eins flottur og fallegur og keppendurnir í módelfitness. Mér finnast slík andmæli afar lýsandi fyrir þessa íþrótt – útlitið er allt sem er. „Strong is the new skinny“ og í bakgrunni er mynd af hálfnakinni konu sem er ekki bara grönn, heldur líka með upphandleggsvöðva. Sú lætur ekki hanka sig á nýjustu tísku í líkamsmótun.Bannað að mæta á æfingarÞegar öfgar í þessari íþrótt eru gagnrýndar heyrist gjarnan önnur mótbára; að í mörgum íþróttum sé æfingatíminn álíka mikill og jafnvel meiri en tíminn sem fer í æfingar fyrir fitnessmót. Það er margt til í því. Sjálf var ég í fimleikum lengi vel og æfði yfirleitt í þrjár klukkustundir á dag alla virka daga. Þar fór hins vegar að draga úr árangri mínum þegar ég var farin að borða eins og módelfitnesskeppandi í niðurskurði. Í mínu tilviki fór það þannig að ég var orðin svo orkulítil að það þurfti að setja fótinn fyrir dyrnar, mér var bannað að mæta á æfingar. Það er hins vegar ekki uppi á tengingnum í módelfitness. Ég hef heyrt af og horft uppá keppendur sem eru svo þreyttir á niðurskurðartímabili að það hefur áhrif á daglegt líf þeirra, svo ekki sé talað um lundarfarið. Sökum þreytu eru þeir hættir að gera nokkuð annað en mæta á æfingar samkvæmt áætlun og borða samkvæmt stífum matarprógrömmum. Kannski með stöðugan höfuðverk. Lífið er hætt að snúast um nokkuð annað en mat og hreyfingu. Þegar lífið er hætt að snúast um nokkuð annað en þessa þætti, er þá ekki hegðunarmynstrið farið að minna óþægilega mikið á fyrrgreindan sjúkdóm? Keppendur hafa fengið upp í hendurnar æfingaáætlun og matarprógramm frá þjálfara, plagg sem virðist vera eins konar kennsluáætlun í því að verða átröskunarsjúklingur. Sundurliðaðar leiðbeiningar á A4.Hvar í ferlinu heltist slagorðið „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ úr lestinni? spyr Elín.Brennsluæfingar á fastandi magaKeppendur á svokölluðu niðurskurðartímabili raða gjarnan mat í box fyrir komandi dag áður en þeir fara að sofa, allt snýst þetta jú um aga og skipulag. Síðan rífa þeir sig á fætur eldsnemma og ástunda brennsluæfingar á fastandi maga. Borða mat yfir daginn sem var samviskusamlega raðað í box kvöldið áður og mæta loks á lyftingaæfingu. Borða kvöldmat í samræmi við kennsluáætlunina og raða síðan aftur í box að kvöldi dags áður en þeir fara aftur að sofa. Auðvitað erum við sem gagnrýnum þennan lífstíl bara öfundsjúk, þetta hlýtur að vera lykillinn að hamingjunni. Fyrir mitt leyti, þá hef ég prófað þennan lífstíl. Ég reif mig á fætur og fór í spinning á fastandi maga. Velti því fyrir mér hvenær kæmi að því að ég mætti borða næst (allt á plani eftir klukkunni) og fór síðan aftur í ræktina þegar leið á daginn. Ég var ekki að æfa fyrir módelfitness. Ég var fárveik af átröskun. Eftir strangt niðurskurðartímabil keppenda líður að móti. Þá er mál að hvítta tennur, lita hár, panta förðun, panta greiðslu, panta glimmerbikiní, fá sér gervineglur, æfa sig að ganga á hælaskónum, fjarlægja öll líkamshár, æfa pósurnar og panta tíma í brúnkusprautun. Þó er nauðsynlegt að hafa varann á í brúnkusprautuninni þar sem húðliturinn má ekki vera of dökkur, sbr. reglur frá 1. mars 2012 sem nálgast má á vefsíðunni fitness.is. Í megindráttum eru áherslur dómara í þessari nýju keppnisgrein þær að mun minni áhersla er lögð á vöðvamassa og skurði og horft er til fegurðar. [...] Einungis er keppt í kvennaflokki í þessari keppnisgrein og ef keppt er í unglingaflokki er miðað við að eiga 18 ára afmæli á keppnisárinu. Leitað er að keppendum sem bera það með sér að vöxturinn sé tilkominn vegna íþróttaiðkunar, limaburður fallegur og sýnt er fram á hæfileika til fyrirsætustarfa. Keppendur eiga að sýna fram á fallega kvenlega líkamsbyggingu, hóflega stæltan sem og fallega tónaðan og samræmdan vöxt. Húðlitur sé hóflega brúnn, ekki of dökkur. (https://fitness.is/modelfitness-reglur-og-framkvaemd/)Margir taka hægðalosandi lyfKeppnisdagur rennur upp og keppendur gæta þess vel að drekka ekkert vatn í hálfan sólarhring áður en þeir stíga á svið, það er bannað. Margir taka hægðalosandi lyf, fáir gangast við því og sumir fá sér rauðvínsglas rétt áður en þeir stíga á svið í þeim tilgangi að fullkomna sjálfstraustið. Sjálfstraust sem margir virðast halda að fylgi í kaupbæti með hvítum tönnum, lituðu og greiddu hári, förðuðu andliti, álímdum nöglum, vaxmeðferðum og brúnkusprautun. Síðan sitja dómarar og dæma hvort líkami keppendanna sem spranga um á glimmerbikiníum sé fram úr hófi stæltur eða akkúrat passlegur, hvort húðlitur þeirra sé of dökkur eða akkúrat passlegur – skv. gullinsniðsreglunum. Mér skilst að sá kvenleiki sem keppendur þurfa að sýna af sér felist að miklu leyti í mjóu mitti og stórum brjóstum, eða öllu heldur passlega mjóu mitti og passlega stórum brjóstum – allt samkvæmt forskriftinni. Hvernig svo sem keppendur eiga að fara að því að hafa (passlega) stór brjóst þegar ekki fituarða er eftir á líkama þeirra. Mittinu má aftur á móti halda mjóu með tiltölulega einföldum hætti, trixið er að gera ekki of mikið af æfingum fyrir hliðarmagavöðvana. Ungar konur undir pressuUngar konur í dag eru undir sífelldri pressu varðandi útlit sitt, hvað þá þær sem ákveða að stíga á svið og láta aðra um að dæma hversu vel þeim hafi tekist til við að uppfylla útlitskröfurnar. Útlitskröfurnar í módelfitness eru að auki með þeim hætti að það verður að teljast til heppni ef keppandi nýtur þeirrar gæfu að tilheyra þeim minnihluta sem sleppur við að glíma við átröskun eða þunglyndi áður en yfir líkur. Þessu virðast margir keppendur jafnframt gera sér grein fyrir. Þeir taka við matar- og æfingaáætlunum sínum, vitandi að það kunni að leiða til þunglyndis- og/eða átröskunar. Í pistli á vefsíðunni vodvafikn.is (athyglisvert vefsíðuheiti) sem ber titilinn „Eftir keppnis þunglyndi“ (umhugsunarverður titill) eru keppendur varaðir við vanlíðan sem oft blossar upp þegar mót er afstaðið og undir lok pistilsins veitir pistlahöfundur keppendum ráðleggingar varðandi það hvernig megi varast átköst að keppnisdegi afstöðnum.Fitness þjálfarinn Cathy Savage segir alskyns [slík] vandamál koma upp hjá keppendum eftir keppnir. Fólk reynir að bæta fyrir allar skemmtanirnar sem það missti af og drekkur í óhófi, fær kaupæði og hugsunina ég-má-borða-það-sem-ég-vil. [...]„Þetta er vandamál sem fólk vill ekki tala um, en öllum líður eins” segir Fitness þjálfarinn Cathy Savage.[...] Byrjaðu rólega í ruglmatnum, ekki éta yfir þig af rúsínum áður en þú stígur á svið, vertu búin að ákveða hvað þú mátt borða á veitingarstaðnum um kvöldið svo þú pantir ekki of mikið, ef þú vilt endilega drekka gerðu það þá í hófi, líkaminn þolir ekki mikið. (https://www.vodvafikn.net/ymis-froeleikur/112-fitness-a-vaxtarraekt/314-eftir-keppnistunglyndi.html) Enn á ný er um að ræða ofuráherslu á mat og ofurskipulagningu í kringum allar athafnir sem snerta mat. Ætti ekki að vera eðlilegur partur af þeirri upplifun að fara út að borða að skoða matseðilinn í rólegheitum og velta því fyrir sér hver raunveruleg löngun manns sé? Getur sálarástand manns talist heilbrigt þegar maður höndlar illa þær aðstæður að velja sér mat af matseðli á veitingastað? Það er von mín að fólk fari að átta sig á skaðsemi þessara keppna og að í kjölfarið dragi úr þátttöku í þeim. Innlend rannsókn hefur sýnt fram á að í kringum 70% kvenkyns keppenda í fitness verða varir við átröskunarsjúkdóma í kringum þátttöku í slíkum keppnum og um 90% þeirra segja tíðahring sinn raskast. Á síðasta Íslandsmóti kepptu 64 konur í módelfitness og 24 í fitness, alls 88 konur. Um 60 konur hafa því skv. könnuninni þurft að glíma við átröskun af einhverju tagi eftir það mót, 60 konum of mikið. Um 80 konur lögðu móðurlífið að veði, 80 konum of mikið. Hin „fullkomna kona“, skv. fitnessforskriftinni, fúnkerar ekki líkamlega og er líkleg til að þjást af andlegum kvillum. Er það réttlætanlegur fórnarkostnaður? (https://skemman.is/item/view/1946/9239;jsessionid=6136092251D9261E7960146D26C96313) Hvernig getur á því staðið að vinsældir þessarar íþróttar fara vaxandi frá ári til árs? Er það e.t.v. til marks um á hvaða plani umræða um geðsjúkdóma er í dag? Að sjúkdómar eins og þunglyndi og átröskun þyki ekki alvarlegri en svo að talið sé í lagi að ungar stúlkur keppi í íþrótt sem hefur verið margsannað að ýti undir þessa sjúkdóma? Myndum við leyfa stelpunum okkar að taka þátt í mótum sem vitað væri að ýttu undir líkur á krabbameini, sykursýki eða öðrum líkamlegum sjúkdómum? Hvar í ferlinu heltist slagorðið „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ úr lestinni? Hér er linkur á grein Elínar.Hér er linkur á facebooksíðuna.
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira