Lífið

Simon og barnsmóðirin í rómantískum göngutúr

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell spókaði sig um á ströndinni í Suður-Frakklandi með kærustu sinni Lauren Silverman sem er ólétt af þeirra fyrsta barni.

Samband þeirra hefur einkennst af mikilli dramatík. Lauren hélt framhjá eiginmanni sínum Andrew Silverman með Simon en þeir Simon voru bestu vinir. Fyrir stuttu komst það síðan upp að Lauren gengi með barn Simons og hjónaband þeirra Andrews búið.

Sæl á ströndinni.
Simon og Lauren hafa ekki sést mikið saman síðan fréttir af óléttunni bárust heimsbyggðinni en þau virtust ekki vera feimin við að sýna öllum sem vildu að þau væru mjög hamingjusöm saman í Suður-Frakklandi. Þau brostu bæði hringinn og héldust í hendur eins og ástfangnir unglingar.

Lauren er komin tólf vikur á leið.
Á hvað eru þau að benda?
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.