Lífið

Börn í sólgleraugnaherferð

Karen Walker sólgeraugnalínan
Karen Walker sólgeraugnalínan
Ný-Sjálenski fatahönnuðurinn Karen Walker er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir. Walker sem er hvað þekktust fyrir sólgeraugunun sín, kynnti til leiks seinni hluta vorlínu sinnar, nú á dögnunum þar sem krakkar á aldrinum þriggja til fimm ára sitja fyrir.

Fyrri hluti sólgleraugnalínunnar skartaði einmitt konum á aldrinum 65 - 92 ára og sagði Walker í viðtali við Style.com að henni hefði langað til þess að gera jákvæða og líflega herferð.

Myndirnar voru teknar af ljósmyndaranum Derek Henderson sem sagði að það hefði verið frábært að vinna með krökkunum. "Börnin voru mjög fagmannleg og það var virklega gaman að vera í kringum þau, en ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið mjög auðvelt. Ég tók í kringum fimmþúsund myndir og það voru ekki nema fjórar notaðar í herferðinni," sagði Henderson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.