Innlent

Geitungarnir litlir og ræfilslegir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ólafur segir margt geta breyst ef hlýnar í veðri.
Ólafur segir margt geta breyst ef hlýnar í veðri. mynd/stefán karlsson
„Þeir eru litlir og ræfilslegir,“ segir Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir um geitungana þetta sumarið. Hann segir kaldar nætur og morgna í sumar valda því að minna sé um geitunga en oft áður. Það geti þó breyst mjög fljótt ef hlýnar í veðri.

„Búin eru aðeins að taka við sér núna. Ég hugsa að næstu tvær vikur, sérstaklega ef það kemur sólarglenna, þá eigi þau eftir að stækka þó nokkuð. Þau eru núna á stærð við appelsínur mörg hver. Það þýðir að það eru komnar þernur og allur pakkinn og búið í stakk búið til að stækka mjög hratt ef það koma hlýindi.“

Ólafur segir þau góðu sumur sem Íslandingar hafi fengið undanfarin ár, með tilheyrandi geitungafári, séu ekki endilega eðlileg.

„Ég held að þetta sé eðlilegra svona. Svo er líka annað í þessu. Fólk er ekkert úti í garði í svona leiðindaveðri. Um leið og það kemur sól og blíða fara allir út í garð að taka til og svona, og þá koma öll búin í ljós.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×