Árás á tölvuþrjóta: Íslenska lögreglan aðstoðar Microsoft og FBI 6. júní 2013 08:00 Íslenska lögreglan, ásamt lögregluyfirvöldum í 80 ríkjum, aðstoðaði tölvurisann Microsoft og bandarísku alríkislögregluna FBI í árás þeirra á einn stærsta glæpahring tölvuþrjóta í heiminum. Hringurinn gengur undir nafninu Citadel Botnets og er talinn hafa rænt um hálfum milljarði dollara, eða yfir 60 milljörðum af bankareikningum undanfarna 18 mánuði. Í frétt um málið á Reuters segir að sérstakri glæpadeild Microsoft eða Digital Crimes Unit hafi í aðgerð þessari tekist að loka a.m.k. 1000 tölvunetum af um 1.400 sem tilheyrðu Citadel Botnets. Talið er að þessum tölvuþrjótum hafi tekist að brjótast inn í um 5 milljónir tölva á heimsvísu. Meðal þeirra banka og fjármálastofnana sem Citadel Botnets tókst að brjótast inn í má nefna Citigroup, American Express, Bank of America, JPMorgan Chase, eBay, Paypal, Credit Suisse og Wells Fargo. Reuters hefur eftir Richard D. Boscovich einum yfirmanna Digital Crimes Unit að “slæmu strákarnir munu finna fyrir þessu hnefahöggi í magann” eins og hann orðar það. Fram kemur í frétt Reuters að íslenska lögreglan hafi komið við sögu í þessari aðgerð og aðstoðað Microsoft og FBI. Það sama á við um lögregluyfirvöld í 80 öðrum ríkjum í flestum heimsálfum. Hinar sýktu tölvur var að finna í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu, Hong Kong, Indlandi og Ástralíu. Sjá nánar hér. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenska lögreglan, ásamt lögregluyfirvöldum í 80 ríkjum, aðstoðaði tölvurisann Microsoft og bandarísku alríkislögregluna FBI í árás þeirra á einn stærsta glæpahring tölvuþrjóta í heiminum. Hringurinn gengur undir nafninu Citadel Botnets og er talinn hafa rænt um hálfum milljarði dollara, eða yfir 60 milljörðum af bankareikningum undanfarna 18 mánuði. Í frétt um málið á Reuters segir að sérstakri glæpadeild Microsoft eða Digital Crimes Unit hafi í aðgerð þessari tekist að loka a.m.k. 1000 tölvunetum af um 1.400 sem tilheyrðu Citadel Botnets. Talið er að þessum tölvuþrjótum hafi tekist að brjótast inn í um 5 milljónir tölva á heimsvísu. Meðal þeirra banka og fjármálastofnana sem Citadel Botnets tókst að brjótast inn í má nefna Citigroup, American Express, Bank of America, JPMorgan Chase, eBay, Paypal, Credit Suisse og Wells Fargo. Reuters hefur eftir Richard D. Boscovich einum yfirmanna Digital Crimes Unit að “slæmu strákarnir munu finna fyrir þessu hnefahöggi í magann” eins og hann orðar það. Fram kemur í frétt Reuters að íslenska lögreglan hafi komið við sögu í þessari aðgerð og aðstoðað Microsoft og FBI. Það sama á við um lögregluyfirvöld í 80 öðrum ríkjum í flestum heimsálfum. Hinar sýktu tölvur var að finna í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu, Hong Kong, Indlandi og Ástralíu. Sjá nánar hér.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira