Grindavík varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld eftir stórskemmtilegan og æsispennandi oddaleik gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld.
Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun um leikinn og viðtöl við leikmenn og þjálfara. Daníel Rúnarsson tók svo þessar myndir sem má skoða hér fyrir ofan eða í myndamöppunni neðst í þessari frétt.
Myndasyrpa af sigurgleði Grindvíkinga

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Grindavík Íslandsmeistari eftir æsilegan oddaleik
Grindavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta eftir magnaðan sigur, 79-74, á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um titilinn. Grindvíkingar voru sterkari lungann af leiknum en Stjörnumenn komu sterkir til baka í lokaleikhlutanum. Það reyndist ekki vera nóg og Grindvíkingar fögnuðu sem óðir í Röstinni í kvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem Grindavík tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í Röstinni í Grindavík. Liðið náði því að verja titilinn frá því í fyrra sem er mikið afrek.