Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir lið sitt vel undirbúið fyrir rimmuna gegn Snæfelli í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna.
Úrslitakeppnin hefst í kvöld en Valur og Keflavík eigast við í hinni rimmunni. Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.
Í gær var úrvalslið seinni hluta deildarkeppninnar tilkynnt og átti KR bæði besta leikmanninn, Shannon McCallum, og besta þjálfarann, Finn.
„Shannon hefur komið okkur skemmtilega á óvart," sagði Finnur við Vísi. „Við vissum að hún átti að vera góður leikmaður en eins og stundum vill verða breytast þessir Kanar við það eitt að fljúga yfir hafið."
„En hún hefur komið gríðarlega vel inn í liðið enda er þarna frábær leikmaður á ferð," bætti hann við. „Það þarf samvinnu allra leikmanna til að ná árangri en Shannon gerir gott lið enn betra."
Snæfellingar hafa átt í vandræðum með meiðsli. Alda Leif Jónsdóttir spilar ekki með í úrslitakeppninni vegna hnémeiðsla og þá fór Berglind Gunnarsdóttir úr axlarlið í síðasta deildarleik Snæfells.
„Svona er þetta bara. Margir leikmenn eru hnjaskaðir á þessum árstíma, þó það sé vissulega óheppilegt."
„Það eru svo sem engin alvarleg meiðsli í mínu liði og mér líst ágætlega á mitt lið. Við höfum verið á ágætu skriði en gáfum aðeins eftir að við náðum að tryggja sæti okkar í úrslitakeppninni."
Kanarnir breytast stundum í fluginu yfir hafið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

