Handbolti

Ólafur Bjarki skoraði sjö mörk í óvæntu tapi

Ólafur Bjarki.
Ólafur Bjarki. vísir/bongarts
Topplið Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta tapaði óvænt í kvöld, 28-27, gegn TuS Ferndorf sem er í botnbaráttu deildarinnar.

Emsdetten var að elta allan leikinn en kom sér inn í hann undir lokin. Það dugði ekki til og leikmenn Ferndorf fögnuðu í lokin.

Ólafur Bjarki Ragnarsson fór mikinn í liði Emsdetten og skoraði fjögur mörk. Ernir Hrafn Arnarson skoraði þrjú.

Liðið er enn á toppnum þrátt fyrir tapið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×