Handbolti

Flensburg og Füchse Berlin á sigurbraut

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Gústafsson
Ólafur Gústafsson
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en Flensburg vann góðan sigur á Grosswallstadt 26-20.

Ólafur Gústafsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg í leiknum en markahæstur í liðið Flensburg var Daninn Anders Eggert Jensen. Sverre Jakobsson leikur í hjarta varnarinnar hjá Grosswallstadt.

Lærirsveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin rúllaði upp Lübbecke 35-25 og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Johannes Sellin var markahæstur í liði Berlin með sjö mörk. Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar en Füchse Berlin í því fjórða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×