Innlent

Konurnar fjórar fengu frest

Sakamáli gegn fjórum konum á þrítugsaldri var frestað í morgun þegar það var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Konunum er gefið að sök að hafa ráðist á unga konu á heimili hennar í Mosfellsbæ í janúar á síðasta ári, þar sem hún lá sofandi.

Auk þess sem stúlkurnar eru ákærðar fyrir að hafa gengið í skrokk á konunni, eiga þær einnig að hafa afklætt hana úr öllum fötum nema brjóstahaldara, og svo rakað af henni nær allt hárið.

Konurnar fjórar mættu fyrir dómara í morgun en þar var meðal annars lögð fram bótakrafa. Konurnar, sem eru á aldrinum tuttugu ára til tuttugu og sjö ára, óskuðu eftir frest til þess að taka afstöðu til sakarefnanna. Fyrirtaka fer því fram í málinu eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×