Innlent

Djúpið besta kvikmyndin á Eddunni

Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í kvöld.

María Birta Bjarnadóttir þótti skara fram úr í hlutverki sínu í kvikmyndinni Svartur á leik og hlaut hún verðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Hið sama hjá segja um Damon Younger sem einnig fór með hlutverk í Svartur á leik og hlaut verðlaun sem leikari í aukahlutverki.

Sara Dögg Ásgeirsdóttir hlaut verðlaun fyrir Pressu 3 í flokknum leikkona í aðalhlutverki. Ólafur Darri hlaut var síðan valinn leikari í aðalhlutverki fyrir Djúpið.

Óskar Þór Axelsson handritshöfundar hlaut verðlaun fyrir Svartur á leik.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti síðan Kristínu Jóhannesdóttur heiðursverðlaun Eddunnar í ár.

Björn Bragi var valinn sjónvarpsmaður ársins. Ásamt honum voru Andri Freyr Viðarsson, Gísli Einarsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sigmar Guðmundsson tilnefndir.

Baltasar sagði myndina hafa verið krefjandi og erfitt verkefni. Hann þakkaði öllum þeim sem fóru með honum í sjóinn á meðan tökum stóð. Þá þakkaði Baltasar Vestmannaeyingum sérstaklega fyrir gestrisni og dugnað.

Þá var spennuþáttaröðin Pressa 3 valin besta leikna sjónvarpsefni ársins.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, afhenti loks verðlaun fyrir kvikmynd ársins en Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks hlaut verðlaunin. Svartur á leik og Frost voru einnig tilnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×