Jón Ásgeir fagnar endalokum Baugsmálsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2013 19:10 Jón Ásgeir Jóhannesson gagnrýnir ákæruvaldið harðlega. „Ég get ekki annað en fagnað í dag þegar Baugsmálinu lýkur loks eftir 11 ára málaferli. Það er í sjálfu sér ákveðinn sigur fyrir okkur. Stórglæpurinn fannst ekki og enginn fer í fangelsi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var aðaleigandi Baugs. Hann var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna skattahluta Baugsmálsins og til að greiða 62 milljónir í sekt. Tryggvi Jónsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og greiðir 32 milljónir í sekt. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns, var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Ásgeir segir, í yfirlýsingu til fjölmiðla, að Baugsmálið sé sneypuför ákæruvaldsins sem hafi kostað samfélagið hundruð milljóna sem það fái aldrei til baka. „Sektin sem við greiðum eru smámunir miðað við þá upphæð sem allt þetta rugl ákæruvaldsins hefur kostað íslenskt samfélag. Hæstiréttur fordæmdi bæði dráttinn á rannsókn ákæruvaldsins auk meðferðar Héraðsdóms á málinu og það segir sína sögu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að það sé skelfilegt að í þróuðu réttarríki séu viðvaningsleg vinnubrögð saksóknara í landinu með þeim hætti að málaferli séu rekin áfram af tilfinningalegri heift til einstaklinga og fyrirtækja en ekki á hreinum forsendum réttlætisins. Í rúman áratug hafi ákæruvaldið haldið því fram að hér væri slíkur stórglæpur á ferð að 6 ára fangelsi væri í raun of lítill dómur. Útkoman sé í raun áfellisdómur yfir ákæruvaldinu og lagalegri þekkingu þeirra einstaklinga sem hafi rekið málið, saksóknara og starfsmönnum hans. Ákæruvaldið hafi aldrei lagt eins mikið undir í neinu máli og í Baugsmálinu og aldrei borið eins lítið úr bítum. Þessu máli sé þó ekki alveg lokið því hann muni áfram reka mál sitt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og vonar að þar muni réttlætinu verða fullnægt. „Mér finnst merkilegt við þennan dóm að ekki sé hægt að treysta á vinnu sérfræðinga við gerð skattskila fyrirtækja. Í málinu lá fyrir að gerð voru sérfræðimistök við framtalsgerð, sem ég bar ekki ábygð á, en er með dómnum látinn sæta ábyrgð fyrir vinnu sérfræðinga sem unnu fyrir mig. Ég held að allir framkvæmdastjórar og stjórnarmenn landsins muni hugsa stöðu sína í framhaldi af þessum dómi," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að sig hafi verið farið að gruna að ekki væri allt með felldu í Hæstarétti, þegar þeir hafi kveðið upp þann dóm um daginn að Björn Bjarnason þyrfti ekki að greiða sér miskabætur, þrátt fyrir að hann hefði brotið gegn hegningarlögum og ummæli hans verið dæmd dauð og ómerk. Slíkur dómur hafi aldrei áður verið kveðinn upp hér á landi. „Já það er munur að heita Jón eða Jón Ásgeir," segir hann að lokum. Tengdar fréttir Jón Ásgeir greiðir 62 milljóna króna sekt Jón Ásgeir Jóhannesson var í Hæstarétti í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot tengt Baugsmálinu. Hann var líka dæmdur til að greiða 62ja milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna málsins. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 32ja milljóna króna sektar. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var dæmd i þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 7. febrúar 2013 16:33 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
„Ég get ekki annað en fagnað í dag þegar Baugsmálinu lýkur loks eftir 11 ára málaferli. Það er í sjálfu sér ákveðinn sigur fyrir okkur. Stórglæpurinn fannst ekki og enginn fer í fangelsi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var aðaleigandi Baugs. Hann var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna skattahluta Baugsmálsins og til að greiða 62 milljónir í sekt. Tryggvi Jónsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og greiðir 32 milljónir í sekt. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns, var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Ásgeir segir, í yfirlýsingu til fjölmiðla, að Baugsmálið sé sneypuför ákæruvaldsins sem hafi kostað samfélagið hundruð milljóna sem það fái aldrei til baka. „Sektin sem við greiðum eru smámunir miðað við þá upphæð sem allt þetta rugl ákæruvaldsins hefur kostað íslenskt samfélag. Hæstiréttur fordæmdi bæði dráttinn á rannsókn ákæruvaldsins auk meðferðar Héraðsdóms á málinu og það segir sína sögu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að það sé skelfilegt að í þróuðu réttarríki séu viðvaningsleg vinnubrögð saksóknara í landinu með þeim hætti að málaferli séu rekin áfram af tilfinningalegri heift til einstaklinga og fyrirtækja en ekki á hreinum forsendum réttlætisins. Í rúman áratug hafi ákæruvaldið haldið því fram að hér væri slíkur stórglæpur á ferð að 6 ára fangelsi væri í raun of lítill dómur. Útkoman sé í raun áfellisdómur yfir ákæruvaldinu og lagalegri þekkingu þeirra einstaklinga sem hafi rekið málið, saksóknara og starfsmönnum hans. Ákæruvaldið hafi aldrei lagt eins mikið undir í neinu máli og í Baugsmálinu og aldrei borið eins lítið úr bítum. Þessu máli sé þó ekki alveg lokið því hann muni áfram reka mál sitt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og vonar að þar muni réttlætinu verða fullnægt. „Mér finnst merkilegt við þennan dóm að ekki sé hægt að treysta á vinnu sérfræðinga við gerð skattskila fyrirtækja. Í málinu lá fyrir að gerð voru sérfræðimistök við framtalsgerð, sem ég bar ekki ábygð á, en er með dómnum látinn sæta ábyrgð fyrir vinnu sérfræðinga sem unnu fyrir mig. Ég held að allir framkvæmdastjórar og stjórnarmenn landsins muni hugsa stöðu sína í framhaldi af þessum dómi," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að sig hafi verið farið að gruna að ekki væri allt með felldu í Hæstarétti, þegar þeir hafi kveðið upp þann dóm um daginn að Björn Bjarnason þyrfti ekki að greiða sér miskabætur, þrátt fyrir að hann hefði brotið gegn hegningarlögum og ummæli hans verið dæmd dauð og ómerk. Slíkur dómur hafi aldrei áður verið kveðinn upp hér á landi. „Já það er munur að heita Jón eða Jón Ásgeir," segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Jón Ásgeir greiðir 62 milljóna króna sekt Jón Ásgeir Jóhannesson var í Hæstarétti í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot tengt Baugsmálinu. Hann var líka dæmdur til að greiða 62ja milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna málsins. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 32ja milljóna króna sektar. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var dæmd i þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 7. febrúar 2013 16:33 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Jón Ásgeir greiðir 62 milljóna króna sekt Jón Ásgeir Jóhannesson var í Hæstarétti í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot tengt Baugsmálinu. Hann var líka dæmdur til að greiða 62ja milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna málsins. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 32ja milljóna króna sektar. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var dæmd i þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 7. febrúar 2013 16:33
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent