Sú taktík Makedóna að velja sér andstæðing í 16-liða úrslitum HM gekk ekki upp því Þjóðverjar unnu frekar auðveldan sigur, 28-23, á þeim í dag. Þetta var fyrsti leikur 16-liða úrslitanna.
Þjóðverjar voru sterkari strax frá upphafi og Makedónar voru lengi að skora sitt fyrsta mark í leiknum. Þjóðverjar nýttu breiddina frábærlega í hálfleiknum en alls komust níu menn á blað hjá þeim.
Makedónar náðu aðeins að klóra sig inn í leikinn undir lokin og munurinn fjögur mörk í hálfleik, 13-9.
Er leið á seinni hálfleikinn fóru Makedóníumenn að rétta úr kútnum. Þeir minnkuðu muninn í tvö mörk, 18-16, þegar átján mínútur voru eftir. Þá tóku Þjóðverjar við sér á nýjan leik. Skoruðu þrjú mörk í röð og komu sér aftur í þægilega stöðu.
Þessa stöðu gáfu Þjóðverjar ekki eftir heldur bættu í og unnu afar sannfærandi sigur. Kevin Schmidt og Patrick Wiencek voru markahæstir í þýska liðinu með fjögur mörk. Kiril Lazarov skoraði átta fyrir Makedóna.
Þjóðverjar munu mæta sigurvegaranum í leik Serbíu og Spánar í átta liða úrslitum mótsins.
Þjóðverjar skelltu Makedónum | Mæta Spáni eða Serbíu næst

Mest lesið



Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn



Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn



Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði
Enski boltinn

Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“
Enski boltinn