Handbolti

Björgvin: Settum hjartað á völlinn

mynd/vilhelm
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson stóð sig vel í kvöld og hann hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni á HM en hann er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum.

"Við lögðum allt í þetta. Settum hjartað á völlinn en þeir eru með það gott lið að þeir refsa fyrir hver mistök. Við gerðum aðeins of mikið af mistökum í kvöld," sagði Björgvin svekktur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.

"Þetta er okkar besti leikur á mótinu. Við erum að spila frábærlega í vörn og sókn á móti sterku liði. Við eltum allan leikinn og erum klárir í slaginn. Það eru smáatriðin sem skipta máli og afar svekkjandi að falla út á þennan hátt.

"Mér fannst Frakkarnir vera smeykir og í vandræðum. Við nýttum það ágætlega en smá feilar fara með þetta. Við erum að stríða eina besta liði heims með nýtt lið og það sýnir hversu mikið býr í þessu liði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×