Handbolti

Ólafur Gústafsson: Þeir voru ekkert betri en við

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur svekktur í kvöld.
Ólafur svekktur í kvöld. mynd/vilhelm
„Maður er auðvitað stoltur af sinni frammistöðu á mótinu en maður hefði samt vilja vinna þennan leik í kvöld," sagði Ólafur Gústafsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið hafði fallið úr leik gegn Frökkum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni.

„Það munaði alveg hrikalega litlu og mér fannst Frakkarnir ekki vera mikið betri en við í dag. Ég gerði ákveðin mistök í lokin sem ég verð að taka á mig, þau komu á versta tíma í leiknum."

„Framtíðin í íslenskum handbolta er mjög björt og við getum svo sannarlega byggt á þessum móti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×