Handbolti

Guðjón Valur: Þeir héldu ekki í við okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson segir að sama hver næsti andstæðingur Íslands verði sé ljóst að strákarnir muni mæta klárir til leiks.

Ísland vann Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Andstæðingur Íslands verður Frakkland, ef Danmörk vinnur Makedóníu í kvöld.

„Þetta var eins og ég bjóst við. Þetta var erfiður og leiðinlegur fyrri hálfleikur. Við vorum pirraðir og þeir fengu að spila langar sóknir," sagði Guðjón Valur við Arnar Björnsson eftir leikinn.

„En svo náðum við að keyra upp hraðann og þeir náðu ekki að halda í við okkur. Við breyttum í 5-1 vörn í seinni hálfleik til að rugla taktinn hjá þeim. Það gekk ágætlega og um leið og við komumst 5-6 mörkum yfir var þetta aldrei spurning."

„Ég myndi helst vilja sleppa við Frakkana en í raun er mér alveg sama. En ef við fáum Frakkana þá verðum við tilbúnir í þann slag. Við verðum bara að bíða og sjá til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×