Handbolti

Hannes mættur aftur á handboltavöllinn

Hannes Jón.
Hannes Jón.
Hannes Jón Jónsson er byrjaður að spila handbolta á nýjan leik en hann tók þátt í æfingaleik með liði sínu, Eisenach, á fimmtudag.

Hannes fór í krabbameinsaðgerð í október og hafði stefnt á að snúa aftur út á handboltavöllinn í febrúar.

Hannesi var vel fagnað af áhorfendum en þjálfari liðsins, Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, benti fólki á að það myndi taka Hannes tíma að ná fyrri styrk.

Hannes skoraði fjögur mörk í leiknum sem Eisenach vann með þremur mörkum. Andstæðingurinn var Aue sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×