Handbolti

Mikil spenna fyrir leik Slóvena og Serba á eftir

Úr leik Pólverja og Suður-Kóreu í dag.
Úr leik Pólverja og Suður-Kóreu í dag.
Það er mikil spenna í C-riðli á HM í handbolta en líkur eru á að þrjú lið verði jöfn að stigum eftir riðlakeppnina.

Pólverjar komust upp að hlið Slóvena áðan með sigri, 33-25, á Suður-Kóreu. Tapi Slóvenar fyrir Serbum á eftir verða öll liðin með átta stig.

Þá ræður innbyrðismarkatala liðanna þriggja.

Það er því mikið undir í leik Slóvena og Serba á eftir en Íslendingarnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×