Handbolti

Ingimundur og Ólafur Bjarki ekki í hópnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skarð Ingimundar í vörninni verður erfitt að fylla.
Skarð Ingimundar í vörninni verður erfitt að fylla.
Útlit er fyrir að Ingimundur Ingimundarson og Ólafur Bjarki Ragnarsson verði ekki með íslenska landsliðinu á HM í handbolta á Spáni sem hefst 11. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands.

Ingimundur hefur verið frá keppni í nokkrar vikur vegna gats á lunga og Ólafur Bjarki hefur glímt við meiðsli í nára. Ólafur Bjarki kom þó við sögu í fyrri æfingaleik Íslendinga gegn Túnis á dögunum.

„Eftir læknisskoðun í dag þá er útséð að þeir Ingimundur Ingimundarson og Ólafur Bjarki Ragnarsson verði ekki tilbúnir áður en HM á Spáni hefst 12.janúar. Munu þeir því ekki fara með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar nk. mánudag," segir í tilkynningunni frá HSÍ.

Aron Kristjánsson mun tilkynna sextán manna hóp sinn fyrir HM á Spáni að lokinni morgunæfingu á sunnudag. Ísland mætir Svíum í síðasta leik sínum fyrir HM í Helsingborg á þriðjudagskvöldið. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.

HM í handbolta á Spáni hefst 11. janúar en Ísland mætir Rússum í fyrsta leik sínum 12. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×