Handbolti

Danir mörðu sigur á Túnis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana.
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana. Nordicphotos/Getty
Danir unnu eins marks sigur á Túnis í æfingaleik karlalandsliða þjóðanna í handbolta í Danmörku í kvöld. Spánverjar fóru létt með Chile á heimavelli sínum.

Gestirnir frá Túnis stríddu Dönum öllu meira en Íslendingum sem unnu tvo örugga sigra á liði þjóðarinnar í Laugardalshöll á dögunum. Túnis leiddi með einu marki í hálfleik en Danir, sem eru með ógnarsterkt lið, náðu að bjarga andlitinu með eins marks sigri 30-29.

Á Spáni tóku heimamenn gestina frá Chile, sem eru í riðli með Íslendingum á HM, í kennslustund 40-17 en staðan í hálfleik var 23-8. Spánverjar þykja afar sigurstranglegir á heimavelli en HM hefst 11. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×