Skuldavandi heimilanna: ofneysla og óraunhæfar kröfur? Geir Sigurðsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Fimmtudagskvöldið 4. apríl voru sýnd í Ríkissjónvarpinu viðtöl við nokkra almenna borgara um fjárhagsstöðu þeirra. Þar á meðal var 20 ára nemi sem greindi frá því, raunamædd á svip, að hún gæti ekki eignast íbúð án þess að skuldsetja sig eða þiggja aðstoð frá foreldrum. Viðtalið var sett upp eins og þessi óásættanlega staða væri afleiðing þess að stjórnarflokkarnir hefðu ekki staðið sig í stykkinu. Af því mátti ráða að það ætti að vera hlutverk yfirvalda að gera kornungum einstaklingum í námi kleift að eignast íbúð án þess að þurfa að taka á sig skuldir eða leita aðstoðar foreldra. Þetta hlutverk tóku stjórnvöld á Íslandi vissulega að sér fyrir áratug og erum við enn að fást við sorglegar afleiðingar þess. Þessi málflutningur er (vissulega eilítið ýkt) dæmi um þá umræðu sem nú er í íslensku samfélagi og tröllríður kosningaumræðunni. Þar eru „heimili landsins“ í öndvegi en mikið ber á því viðhorfi að stjórnarflokkarnir hafi „svikið“ öll kosningaloforð og þá sér í lagi misheppnast að koma heimilum landsins til bjargar. Nú þegar búið er að leggja línurnar fyrir þá þröngu umræðu sem Alþingiskosningarnar 2013 eiga að snúast um reyna flestir fulltrúar flokkanna að sannfæra kjósendur um að þeirra flokkur muni gera mest fyrir heimili landsins. Svo langt hefur það gengið að jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins hefur haldið því blákalt fram að hans flokkur hafi „alltaf verið flokkur heimilanna í landinu, fjölskyldnanna í landinu.“ (Vísir, 5. apríl)Há neysla? Vissulega eru mörg heimili í vanda, mörg þeirra eru í vanskilum með íbúðalán sem og önnur lán, og erfitt er að grynna verðtryggðar skuldir þegar verðbólga er há. En hér langar mig að varpa fram spurningu sem mér sýnist enginn hafa gert í þessu samhengi, enda er hún e.t.v. of viðkvæm til að stjórnmálamenn í kosningabaráttu þori það: Eru Íslendingar áfram að grafa undan sjálfum sér með mikilli neyslu? Er hugsanlegt að kröfur Íslendinga til eðlilegra lífsgæða séu of miklar? Hér skal ekkert staðhæft um einstakar fjölskyldur. Sumar kunna að hafa það raunverulega „skítt“ eins og oft er sagt og væntanlega ýmsar ástæður fyrir því sem krefjast sérstakra úrræða. En almennt endurspeglast efnahagskreppa í samfélögum með mjög skýrum hætti í minnkandi neyslu. Svo virðist þó ekki vera á Íslandi. Raunar bendir ýmislegt fremur til þess að margir eigi sérlega erfitt með að venja sig af hinu gríðarlega háa neyslustigi sem hér var við lýði á árunum fyrir hrun. Tökum eitt áhugavert dæmi. Á vefsíðu Velferðarráðuneytisins má finna reiknivél fyrir neysluviðmið sem reiknar út bæði „grunnviðmið“ og „dæmigert viðmið“. Látum grunnviðmiðið liggja milli hluta hér og skoðum einungis hið dæmigerða, sem byggir á rannsókn Hagstofu Íslands á raunverulegum útgjöldum heimilanna að undanskildum húsnæðiskostnaði. Þegar ég slæ upplýsingar um eigin fjölskylduhagi inn í reiknivélina kemur í ljós að ráðstöfunartekjur míns heimilis eru 15-20% of lágar til að ná viðmiði ráðuneytisins. Þó teljum við okkur lifa býsna vel, greiðum jafnframt af húsnæðisláni og leggjum jafnvel einhverjar krónur til hliðar.Óábyrg loforð Þetta viðmið hlýtur að vera of hátt. Það getur tæplega verið lagt til grundvallar raunhæfri kröfu um efnisleg gæði á Íslandi. En ef viðmiðið endurspeglar raunverulega neyslugetu heimilanna tæpum fimm árum eftir efnahagshrun hljótum við að fallast á að stjórnarflokkarnir hafi staðið sig býsna vel. Séu heimilin hins vegar að skuldsetja sig eða láta húsnæðislán sitja á hakanum til að geta staðið straum af slíkri neyslu er ljóst að stóran hluta vandans er að finna inni á heimilunum sjálfum sem telja aukin lífsgæði standa í beinu sambandi við aukna neyslu. Vera má að hin raunverulega og mun alvarlegri fátækt íslenskra heimila sé fremur andlegs en efnislegs eðlis. Í Fréttablaðinu 6. apríl bendir Katrín Ólafsdóttir, lektor við Viðskiptadeild HR, á að staða heimilanna nú sé „næstum sú sama og 2004“ og hún spyr svo réttilega: „Og var nokkur að ræða sérstaklega um skuldavanda heimilanna þá?“ Þegar öllu er á botninn hvolft kann hinn eiginlegi vandi íslenskra heimila að vera uppeldisfræðilegur. „Gróðærið“ virðist hafa spillt stórum hluta þjóðarinnar, sem telur eðlilegt að gera nú mun meiri og óraunhæfari kröfur en áður. Og það eru þessar kröfur og nostalgísk þráin eftir öðru íslensku „efnahagsundri“ sem nú virðast knýja fulltrúa stjórnmálaflokkanna til óábyrgra loforða um áframhaldandi ofneyslu. Þar fer reisnin – og um leið endurreisnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 4. apríl voru sýnd í Ríkissjónvarpinu viðtöl við nokkra almenna borgara um fjárhagsstöðu þeirra. Þar á meðal var 20 ára nemi sem greindi frá því, raunamædd á svip, að hún gæti ekki eignast íbúð án þess að skuldsetja sig eða þiggja aðstoð frá foreldrum. Viðtalið var sett upp eins og þessi óásættanlega staða væri afleiðing þess að stjórnarflokkarnir hefðu ekki staðið sig í stykkinu. Af því mátti ráða að það ætti að vera hlutverk yfirvalda að gera kornungum einstaklingum í námi kleift að eignast íbúð án þess að þurfa að taka á sig skuldir eða leita aðstoðar foreldra. Þetta hlutverk tóku stjórnvöld á Íslandi vissulega að sér fyrir áratug og erum við enn að fást við sorglegar afleiðingar þess. Þessi málflutningur er (vissulega eilítið ýkt) dæmi um þá umræðu sem nú er í íslensku samfélagi og tröllríður kosningaumræðunni. Þar eru „heimili landsins“ í öndvegi en mikið ber á því viðhorfi að stjórnarflokkarnir hafi „svikið“ öll kosningaloforð og þá sér í lagi misheppnast að koma heimilum landsins til bjargar. Nú þegar búið er að leggja línurnar fyrir þá þröngu umræðu sem Alþingiskosningarnar 2013 eiga að snúast um reyna flestir fulltrúar flokkanna að sannfæra kjósendur um að þeirra flokkur muni gera mest fyrir heimili landsins. Svo langt hefur það gengið að jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins hefur haldið því blákalt fram að hans flokkur hafi „alltaf verið flokkur heimilanna í landinu, fjölskyldnanna í landinu.“ (Vísir, 5. apríl)Há neysla? Vissulega eru mörg heimili í vanda, mörg þeirra eru í vanskilum með íbúðalán sem og önnur lán, og erfitt er að grynna verðtryggðar skuldir þegar verðbólga er há. En hér langar mig að varpa fram spurningu sem mér sýnist enginn hafa gert í þessu samhengi, enda er hún e.t.v. of viðkvæm til að stjórnmálamenn í kosningabaráttu þori það: Eru Íslendingar áfram að grafa undan sjálfum sér með mikilli neyslu? Er hugsanlegt að kröfur Íslendinga til eðlilegra lífsgæða séu of miklar? Hér skal ekkert staðhæft um einstakar fjölskyldur. Sumar kunna að hafa það raunverulega „skítt“ eins og oft er sagt og væntanlega ýmsar ástæður fyrir því sem krefjast sérstakra úrræða. En almennt endurspeglast efnahagskreppa í samfélögum með mjög skýrum hætti í minnkandi neyslu. Svo virðist þó ekki vera á Íslandi. Raunar bendir ýmislegt fremur til þess að margir eigi sérlega erfitt með að venja sig af hinu gríðarlega háa neyslustigi sem hér var við lýði á árunum fyrir hrun. Tökum eitt áhugavert dæmi. Á vefsíðu Velferðarráðuneytisins má finna reiknivél fyrir neysluviðmið sem reiknar út bæði „grunnviðmið“ og „dæmigert viðmið“. Látum grunnviðmiðið liggja milli hluta hér og skoðum einungis hið dæmigerða, sem byggir á rannsókn Hagstofu Íslands á raunverulegum útgjöldum heimilanna að undanskildum húsnæðiskostnaði. Þegar ég slæ upplýsingar um eigin fjölskylduhagi inn í reiknivélina kemur í ljós að ráðstöfunartekjur míns heimilis eru 15-20% of lágar til að ná viðmiði ráðuneytisins. Þó teljum við okkur lifa býsna vel, greiðum jafnframt af húsnæðisláni og leggjum jafnvel einhverjar krónur til hliðar.Óábyrg loforð Þetta viðmið hlýtur að vera of hátt. Það getur tæplega verið lagt til grundvallar raunhæfri kröfu um efnisleg gæði á Íslandi. En ef viðmiðið endurspeglar raunverulega neyslugetu heimilanna tæpum fimm árum eftir efnahagshrun hljótum við að fallast á að stjórnarflokkarnir hafi staðið sig býsna vel. Séu heimilin hins vegar að skuldsetja sig eða láta húsnæðislán sitja á hakanum til að geta staðið straum af slíkri neyslu er ljóst að stóran hluta vandans er að finna inni á heimilunum sjálfum sem telja aukin lífsgæði standa í beinu sambandi við aukna neyslu. Vera má að hin raunverulega og mun alvarlegri fátækt íslenskra heimila sé fremur andlegs en efnislegs eðlis. Í Fréttablaðinu 6. apríl bendir Katrín Ólafsdóttir, lektor við Viðskiptadeild HR, á að staða heimilanna nú sé „næstum sú sama og 2004“ og hún spyr svo réttilega: „Og var nokkur að ræða sérstaklega um skuldavanda heimilanna þá?“ Þegar öllu er á botninn hvolft kann hinn eiginlegi vandi íslenskra heimila að vera uppeldisfræðilegur. „Gróðærið“ virðist hafa spillt stórum hluta þjóðarinnar, sem telur eðlilegt að gera nú mun meiri og óraunhæfari kröfur en áður. Og það eru þessar kröfur og nostalgísk þráin eftir öðru íslensku „efnahagsundri“ sem nú virðast knýja fulltrúa stjórnmálaflokkanna til óábyrgra loforða um áframhaldandi ofneyslu. Þar fer reisnin – og um leið endurreisnin.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar