Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og voru margir þeirra spennandi. Meistarar Miami sölluðu niður stigum gegn Sacramento að venju.
Miami skoraði yfir 100 stig gegn Kings þrettánda leikinn í röð. Það er met í NBA-deildinni. 122 stigin í nótt var það besta sem Miami hefur boðið upp á í sókninni í vetur.
Chris Bosh var stigahæstur með 25 stig og 8 fráköst. Dwyane Wade skoraði 20 stig en LeBron James lét sér nægja 18 stig að þessu sinni. Fimm leikmenn Miami skoruðu yfir tíu stig.
Þetta var fjórði sigur Miami í röð.
Úrslit:
Philadelhpia-Brooklyn 121-120
Atlanta-Utah 118-85
Cleveland-Milwaukee 114-111
Detroit-Charlotte 106-116
Miami-Sacramento 122-103
Indiana-Houston 114-81
Dallas-Toronto 108-109
Denver-Phoenix 99-103
LA Lakers-Minnesota 104-91
Staðan í NBA-deildinni.
Miami-menn í banastuði

Mest lesið


Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti


Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn

