Telja sölu ESÍ draga úr nafnvaxtahækkunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2013 16:47 Mynd/Pjetur „Tilkynning Seðlabankans í gær um sölu á eignum úr safni Eignasafns Seðlabankans (ESÍ) eru stór tíðindi fyrir íslenska eignamarkaði. Hvernig og hvenær undið verður ofan ESÍ getur ráðið miklu um framboð fjárfestingarkosta og lausafjár á markaði og þ.a.l. vaxtastig og verðbólgu á Íslandi.“ Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. „Sala eigna ESÍ er mótvægisaðgerð af hálfu bankans til að draga úr óæskilegum áhrifum of mikil lauss fjár í umferð á Íslandi, en Greiningardeild hefur fjallað ítarlega um lausafjárvandann, tildrög hans og mögulegar úrlausnir í Markaðspunktum. Samandregið þá stuðlar eignasala ESÍ að hækkun á ávöxtunarkröfu á markaði eins og raunin hefur orðið á skuldabréfamarkaði í morgun. Til lengri tíma dregur hún úr líkum á ósjálfbærri hækkun eignaverðs í gjaldeyrishöftum.“ Forsvarsmenn Seðlabankans lýstu, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, áhyggjum af því að skuldaniðurfellingin gæti haft þau áhrif að peningamagn yrði virkara með tilheyrandi þrýstingi á verðlag og væri því ekki hlutlaus gagnvart peningamagni. „Eignasalan er enda fyrst og fremst peningamagnsaðgerð og dregur úr lausafjárgnótt á fjármálamörkuðum, og þar með verðbólguþrýstingi af þess völdum. Með því að draga úr ofgnótt lausafjár í bankakerfinu (sem endurspeglast einna best í hárri stöðu bankanna í innstæðubréfum) gæti hún jafnframt ýtt undir viðskipti á millibankamarkaði, stuðlað að hækkun millibankavaxta (REIBOR) nær stýrivöxtum og aukið þar með áhrifamátt vaxtatækis Seðlabankans.“ Því telur greiningardeildin að eignasala ESÍ muni draga mjög verulega úr þörf og líkum á nafnvaxtahækkunum á næstu mánuðum. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Tilkynning Seðlabankans í gær um sölu á eignum úr safni Eignasafns Seðlabankans (ESÍ) eru stór tíðindi fyrir íslenska eignamarkaði. Hvernig og hvenær undið verður ofan ESÍ getur ráðið miklu um framboð fjárfestingarkosta og lausafjár á markaði og þ.a.l. vaxtastig og verðbólgu á Íslandi.“ Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. „Sala eigna ESÍ er mótvægisaðgerð af hálfu bankans til að draga úr óæskilegum áhrifum of mikil lauss fjár í umferð á Íslandi, en Greiningardeild hefur fjallað ítarlega um lausafjárvandann, tildrög hans og mögulegar úrlausnir í Markaðspunktum. Samandregið þá stuðlar eignasala ESÍ að hækkun á ávöxtunarkröfu á markaði eins og raunin hefur orðið á skuldabréfamarkaði í morgun. Til lengri tíma dregur hún úr líkum á ósjálfbærri hækkun eignaverðs í gjaldeyrishöftum.“ Forsvarsmenn Seðlabankans lýstu, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, áhyggjum af því að skuldaniðurfellingin gæti haft þau áhrif að peningamagn yrði virkara með tilheyrandi þrýstingi á verðlag og væri því ekki hlutlaus gagnvart peningamagni. „Eignasalan er enda fyrst og fremst peningamagnsaðgerð og dregur úr lausafjárgnótt á fjármálamörkuðum, og þar með verðbólguþrýstingi af þess völdum. Með því að draga úr ofgnótt lausafjár í bankakerfinu (sem endurspeglast einna best í hárri stöðu bankanna í innstæðubréfum) gæti hún jafnframt ýtt undir viðskipti á millibankamarkaði, stuðlað að hækkun millibankavaxta (REIBOR) nær stýrivöxtum og aukið þar með áhrifamátt vaxtatækis Seðlabankans.“ Því telur greiningardeildin að eignasala ESÍ muni draga mjög verulega úr þörf og líkum á nafnvaxtahækkunum á næstu mánuðum.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira