Handbolti

HM-hópur Íslands: Þrír markmenn – tvö laus sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn fær tækifæri til að sanna sig á móti Svíum.
Aron Rafn fær tækifæri til að sanna sig á móti Svíum. Mynd/Vilhelm
Markverðirnir Aron Rafn Eðvarðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Leví Guðmundsson fá eitt tækifæri enn til þess að tryggja sér sæti í HM-hóp Arons Kristjánssonar.

„Við gerum ráð fyrir því að skera niður um einn markmann eftir Svíþjóðarleikinn. Við lendum í því að Aron Rafn (Eðvarðsson) var veikur milli jóla og nýárs og Björgvin er ekki alveg heill heilsu. Við tökum stöðuna á því eftir leikinn á móti Svíum og þessir þrír eru bara í harðri samkeppni," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari um þá ákvörðun sína að velja þrjá markmenn í 17 manna hópinn sinn.

„Þeir verða allir með í þeim leik en þetta var tækifæri Arons til að sýna sig því hann fékk ekki tækifærið í hinum tveimur leikjunum," sagði Aron.

Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og öll heimsmeistarakeppnin.

„Svíaleikurinn er generalprufa fyrir HM og við mætum á fullu í þann leik. Við erum að fínpússa síðustu atriðin fyrir heimsmeistaramótið og skoða þá hluti sem við þurfum að skoða betur, eins og með markmennina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×