Bankarnir herða sultarólina Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2013 16:32 Upplýsingafulltrúar bankanna þriggja. Kristján Kristjánsson hjá Landsbankanum, Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion, og Guðný Helga Herbertsdóttir hjá Íslandsbanka. Talsmenn stóru bankanna þriggja segja ljóst að ná þurfi rekstrarkostnaði þeirra niður, en samkvæmt nýútkominni skýrslu Samkeppniseftirlitsins (SE) jókst kostnaðurinn um ellefu milljarða króna á milli áranna 2011 og 2012. Eru viðskiptavinir bankanna sagðir greiða þennan mikla kostnað dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum, en skýrslan segir hann mikinn í alþjóðlegum samanburði. „Við erum að vinna að því að ná kostnaðarhlutfallinu niður, það er ekkert leyndarmál," segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, og nefnir sameiningu við Byr sem eina af ástæðum hins mikla rekstrarkostnaðar bankans. „Það var einskiptiskostnaður hjá okkur vegna sameiningarinnar við Byr. Með þeirri sameiningu mun nást ákveðin hagræðing á markaði, en samlegðaráhrifin munu ekki koma fram að fullu fyrr en á þessu ári." Guðný bætir því við að eitt af lykilverkefnum bankans sé hagkvæmur rekstur og hafi ýmislegt verið gert til að lækka kostnað, s.s. endurnýjun á samningum við birgja og markvissara utanhald um kostnað hverrar deildar fyrir sig.Hafa þegar brugðist við kostnaðinum Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann þegar hafa brugðist við kostnaðinum, og verið sé að reyna að reka bankann með hagkvæmari hætti en áður hafi verið gert. „Við lokuðum tíu útibúum á síðasta ári og alls höfum við lokað 18 útibúum frá hausti 2010 og hagræddum í höfuðstöðvunum í tvígang á síðasta ári," segir Kristján, en nýverið voru útibúin við Laugaveg og í Holtagörðum sameinuð í nýju útibúi í Borgartúni. „Við munum halda áfram ýmsum aðgerðum til hagræðingar sem snúa að skilvirkari rekstri. Við getum orðað það þannig, að við séum að endurskipuleggja allt verklag og alla vinnuferla til að draga úr kostnaði." Kristján segir erfitt að bera íslensku bankana saman við mun banka í mun fjölmennari löndum. „Stærðarhagkvæmni í bankarekstri er gríðarleg. Þú getur í raun þjónustað 100.000 manns og tvær til þrjár milljónir jafnvel með sama tölvukerfinu. Stofnkostnaðurinn er sá sami, en reksturinn kostar okkur hlutfallslega miklu meira."Skýrslan gott umræðuplagg Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka, en þar er skýrsla SE sögð gott umræðuplagg sem bankinn þurfi að kynna sér betur áður en hann tjáir sig efnislega um innihald hennar. „Við höfum verið mjög fókuseruð á kostnað á síðustu árum. Starfsmönnum var fækkað um eitt hundrað og við höfum lokað um þriðjungi útibúa. Eitt af helstu verkefnum innan bankans er að halda kostnaði niðri, en við höfum ekki greint forsendur þessara útreikninga hjá SE." Upplýsingafulltrúarnir segja frekari lokanir útibúa ekki fyrirhugaðar í bili, og uppsagnir starfsfólks séu ekki á dagskrá. Ljóst sé hins vegar að nú þurfi að spara. Tengdar fréttir Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Talsmenn stóru bankanna þriggja segja ljóst að ná þurfi rekstrarkostnaði þeirra niður, en samkvæmt nýútkominni skýrslu Samkeppniseftirlitsins (SE) jókst kostnaðurinn um ellefu milljarða króna á milli áranna 2011 og 2012. Eru viðskiptavinir bankanna sagðir greiða þennan mikla kostnað dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum, en skýrslan segir hann mikinn í alþjóðlegum samanburði. „Við erum að vinna að því að ná kostnaðarhlutfallinu niður, það er ekkert leyndarmál," segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, og nefnir sameiningu við Byr sem eina af ástæðum hins mikla rekstrarkostnaðar bankans. „Það var einskiptiskostnaður hjá okkur vegna sameiningarinnar við Byr. Með þeirri sameiningu mun nást ákveðin hagræðing á markaði, en samlegðaráhrifin munu ekki koma fram að fullu fyrr en á þessu ári." Guðný bætir því við að eitt af lykilverkefnum bankans sé hagkvæmur rekstur og hafi ýmislegt verið gert til að lækka kostnað, s.s. endurnýjun á samningum við birgja og markvissara utanhald um kostnað hverrar deildar fyrir sig.Hafa þegar brugðist við kostnaðinum Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann þegar hafa brugðist við kostnaðinum, og verið sé að reyna að reka bankann með hagkvæmari hætti en áður hafi verið gert. „Við lokuðum tíu útibúum á síðasta ári og alls höfum við lokað 18 útibúum frá hausti 2010 og hagræddum í höfuðstöðvunum í tvígang á síðasta ári," segir Kristján, en nýverið voru útibúin við Laugaveg og í Holtagörðum sameinuð í nýju útibúi í Borgartúni. „Við munum halda áfram ýmsum aðgerðum til hagræðingar sem snúa að skilvirkari rekstri. Við getum orðað það þannig, að við séum að endurskipuleggja allt verklag og alla vinnuferla til að draga úr kostnaði." Kristján segir erfitt að bera íslensku bankana saman við mun banka í mun fjölmennari löndum. „Stærðarhagkvæmni í bankarekstri er gríðarleg. Þú getur í raun þjónustað 100.000 manns og tvær til þrjár milljónir jafnvel með sama tölvukerfinu. Stofnkostnaðurinn er sá sami, en reksturinn kostar okkur hlutfallslega miklu meira."Skýrslan gott umræðuplagg Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka, en þar er skýrsla SE sögð gott umræðuplagg sem bankinn þurfi að kynna sér betur áður en hann tjáir sig efnislega um innihald hennar. „Við höfum verið mjög fókuseruð á kostnað á síðustu árum. Starfsmönnum var fækkað um eitt hundrað og við höfum lokað um þriðjungi útibúa. Eitt af helstu verkefnum innan bankans er að halda kostnaði niðri, en við höfum ekki greint forsendur þessara útreikninga hjá SE." Upplýsingafulltrúarnir segja frekari lokanir útibúa ekki fyrirhugaðar í bili, og uppsagnir starfsfólks séu ekki á dagskrá. Ljóst sé hins vegar að nú þurfi að spara.
Tengdar fréttir Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent