Óvænt endalok Benedikts páfa 24. febrúar 2013 13:00 Benedikt XVI Páfi hættir um mánaðamótin og tekur þá aftur upp sitt gamla nafn, Joseph Ratzinger. nordicphotos/AFP Afsögn Benedikts XVI. páfa kom flestum á óvart og margir hafa lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, einkum þó frekari vandræði kaþólsku kirkjunnar vegna barnaníðsmála sem t Strax í byrjun mars má búast við því að rúmlega hundrað kardínálar verði kallaðir saman til að kjósa nýjan páfa. Fyrir valinu verður einn úr þeirra hópi. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegri en aðrir. Þar á meðal tveir frá Afríkuríkjum og nokkrir aðrir frá fleiri ríkjum þriðja heimsins svonefnda.Ellin Undanfarið hefur reyndar ekki farið á milli mála að aldurinn er farinn að hafa áhrif á Benedikt páfa. Hann fylgdist náið með því þegar heilsu forvera hans, Jóhannesar Páls II., hrakaði jafnt og þétt undir lokin. Haft hefur verið eftir samstarfsmönnum Benedikts að honum hafi fundist erfitt að horfa upp á það. Ákvörðun Benedikts kom engu að síður flestum á óvart og margir hafa reyndar lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, og þá helst sú að hann hafi séð fram á að barnaníðsmálin myndu verða honum þung í skauti. Og þar með kirkjunni allri. Nú í vikunni sagði til dæmis einn af kardínálum kirkjunnar, Brasilíumaðurinn Geraldo Majella Agnelo, að mikilvægasta verkefni næsta páfa yrði að takast á við barnaníðsmálin.Erfið verkefni Nærri sex hundruð ár eru liðin frá því páfi tók síðast ákvörðun um að hætta að gegna þessu höfuðembætti kaþólsku kirkjunnar. Aðrir páfar hafa látið sig hafa það að sitja í embættinu alveg fram á grafarbakkann, jafnvel þótt þeir væru orðnir afar hrumir og í raun ófærir um að sinna skyldum sínum undir lokin. Ákvörðun Benedikts er að mörgu leyti skynsamleg, bæði fyrir hann sjálfan og líka fyrir kaþólsku kirkjuna. Allir hafa gott af því að verja síðustu æviárunum í kyrrð og ró án íþyngjandi erils valdamikils embættis. Kaþólska kirkjan þarf einnig á því að halda að æðsti leiðtogi hennar sé bæði líkamlega og andlega fær um að takast á við sum þau erfiðu verkefni, sem hrannast hafa upp síðustu árin. Þar munar líklega mest um barnaníðsmálin, sem óneitanlega hafa grafið undan trúverðugleika stofnunarinnar svo mjög að víða getur varla gróið um heilt aftur.Yfirmaður trúarráðsins Um nærri aldarfjórðungs skeið, frá 1981 til 2005, var Joseph Ratzinger kardínáli, eins og Benedikt páfi hét þá, yfirmaður trúarráðs kaþólsku kirkjunnar, sömu stofnunar og áður kallaðist rannsóknarréttur kaþólsku kirkjunnar, og var illræmd. Trúarráðið fer meðal annars með rannsókn á agabrotum innan kirkjunnar, þannig að Ratzinger bar á þessum tíma ábyrgð á rannsóknum kaþólsku kirkjunnar á kynferðisbrotum kaþólskra presta og annars starfsfólks kirkjunnar. Þegar barnaníðsmálin komust fyrst í hámæli í Bandaríkjunum árið 2001 og Jóhannes Páll II. páfi fól ráðinu rannsókn málsins, þá féll það í hlut Ratzingers að hafa yfirumsjón með og bera endanlega ábyrgð á rannsókninni.Sneri við blaðinu Benedikt hefur verið sakaður um að hafa í þessu valdamikla embætti brugðist þeim börnum sem urðu fyrir kynferðisbrotum starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. Hann hafi litið svo á að æðsta yfirstjórn kirkjunnar ætti ekki að vasast í málum sem biskupsdæmin ættu að leysa úr, hvert fyrir sig. Og jafnvel eftir að ekki varð undan því vikist lengur að taka níðingsmálin alvarlega, þá hafi hann í fyrstu gert lítið úr vandanum. Síðar tók hann þó af skarið, baðst afsökunar og lét fara fram ítarlegar rannsóknir á vandanum, bæði á Írlandi og í Bandaríkjunum. Hann hét því jafnframt að sjá til þess að aldrei aftur myndi kirkjan líða þjónum sínum slíkt framferði.Einangrun Starfsfólk í Páfagarði hefur engu að síður lýst áhyggjum yfir því að eftir að Benedikt hættir gæti einhver tekið upp á því að draga hann fyrir dóm vegna barnaníðsmálanna, rétt eins og nokkrir fyrrverandi þjóðarleiðtogar hafa mátt þola vegna mannréttindabrota. Eftir að Benedikt hættir sem páfi missir hann jafnframt alþjóðlega friðhelgi sína sem þjóðarleiðtogi, en heldur áfram ríkisborgararétti sínum í þessu litla borgríki kaþólsku kirkjunnar í miðri Rómarborg. Gæti hann þess að stíga aldrei út fyrir landamörk Páfagarðs, þá ætti hann ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málaferlum, og kannski hyggst hann einmitt verja síðustu ævidögunum þar í skjóli kirkjunnar. Tengdar fréttir Nokkrir líklegir arftakar Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið. 24. febrúar 2013 12:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Afsögn Benedikts XVI. páfa kom flestum á óvart og margir hafa lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, einkum þó frekari vandræði kaþólsku kirkjunnar vegna barnaníðsmála sem t Strax í byrjun mars má búast við því að rúmlega hundrað kardínálar verði kallaðir saman til að kjósa nýjan páfa. Fyrir valinu verður einn úr þeirra hópi. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegri en aðrir. Þar á meðal tveir frá Afríkuríkjum og nokkrir aðrir frá fleiri ríkjum þriðja heimsins svonefnda.Ellin Undanfarið hefur reyndar ekki farið á milli mála að aldurinn er farinn að hafa áhrif á Benedikt páfa. Hann fylgdist náið með því þegar heilsu forvera hans, Jóhannesar Páls II., hrakaði jafnt og þétt undir lokin. Haft hefur verið eftir samstarfsmönnum Benedikts að honum hafi fundist erfitt að horfa upp á það. Ákvörðun Benedikts kom engu að síður flestum á óvart og margir hafa reyndar lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, og þá helst sú að hann hafi séð fram á að barnaníðsmálin myndu verða honum þung í skauti. Og þar með kirkjunni allri. Nú í vikunni sagði til dæmis einn af kardínálum kirkjunnar, Brasilíumaðurinn Geraldo Majella Agnelo, að mikilvægasta verkefni næsta páfa yrði að takast á við barnaníðsmálin.Erfið verkefni Nærri sex hundruð ár eru liðin frá því páfi tók síðast ákvörðun um að hætta að gegna þessu höfuðembætti kaþólsku kirkjunnar. Aðrir páfar hafa látið sig hafa það að sitja í embættinu alveg fram á grafarbakkann, jafnvel þótt þeir væru orðnir afar hrumir og í raun ófærir um að sinna skyldum sínum undir lokin. Ákvörðun Benedikts er að mörgu leyti skynsamleg, bæði fyrir hann sjálfan og líka fyrir kaþólsku kirkjuna. Allir hafa gott af því að verja síðustu æviárunum í kyrrð og ró án íþyngjandi erils valdamikils embættis. Kaþólska kirkjan þarf einnig á því að halda að æðsti leiðtogi hennar sé bæði líkamlega og andlega fær um að takast á við sum þau erfiðu verkefni, sem hrannast hafa upp síðustu árin. Þar munar líklega mest um barnaníðsmálin, sem óneitanlega hafa grafið undan trúverðugleika stofnunarinnar svo mjög að víða getur varla gróið um heilt aftur.Yfirmaður trúarráðsins Um nærri aldarfjórðungs skeið, frá 1981 til 2005, var Joseph Ratzinger kardínáli, eins og Benedikt páfi hét þá, yfirmaður trúarráðs kaþólsku kirkjunnar, sömu stofnunar og áður kallaðist rannsóknarréttur kaþólsku kirkjunnar, og var illræmd. Trúarráðið fer meðal annars með rannsókn á agabrotum innan kirkjunnar, þannig að Ratzinger bar á þessum tíma ábyrgð á rannsóknum kaþólsku kirkjunnar á kynferðisbrotum kaþólskra presta og annars starfsfólks kirkjunnar. Þegar barnaníðsmálin komust fyrst í hámæli í Bandaríkjunum árið 2001 og Jóhannes Páll II. páfi fól ráðinu rannsókn málsins, þá féll það í hlut Ratzingers að hafa yfirumsjón með og bera endanlega ábyrgð á rannsókninni.Sneri við blaðinu Benedikt hefur verið sakaður um að hafa í þessu valdamikla embætti brugðist þeim börnum sem urðu fyrir kynferðisbrotum starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. Hann hafi litið svo á að æðsta yfirstjórn kirkjunnar ætti ekki að vasast í málum sem biskupsdæmin ættu að leysa úr, hvert fyrir sig. Og jafnvel eftir að ekki varð undan því vikist lengur að taka níðingsmálin alvarlega, þá hafi hann í fyrstu gert lítið úr vandanum. Síðar tók hann þó af skarið, baðst afsökunar og lét fara fram ítarlegar rannsóknir á vandanum, bæði á Írlandi og í Bandaríkjunum. Hann hét því jafnframt að sjá til þess að aldrei aftur myndi kirkjan líða þjónum sínum slíkt framferði.Einangrun Starfsfólk í Páfagarði hefur engu að síður lýst áhyggjum yfir því að eftir að Benedikt hættir gæti einhver tekið upp á því að draga hann fyrir dóm vegna barnaníðsmálanna, rétt eins og nokkrir fyrrverandi þjóðarleiðtogar hafa mátt þola vegna mannréttindabrota. Eftir að Benedikt hættir sem páfi missir hann jafnframt alþjóðlega friðhelgi sína sem þjóðarleiðtogi, en heldur áfram ríkisborgararétti sínum í þessu litla borgríki kaþólsku kirkjunnar í miðri Rómarborg. Gæti hann þess að stíga aldrei út fyrir landamörk Páfagarðs, þá ætti hann ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málaferlum, og kannski hyggst hann einmitt verja síðustu ævidögunum þar í skjóli kirkjunnar.
Tengdar fréttir Nokkrir líklegir arftakar Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið. 24. febrúar 2013 12:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Nokkrir líklegir arftakar Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið. 24. febrúar 2013 12:00