Handbolti

HM 2013 | Rússar áttu ekki í vandræðum með Katar

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að lands sigri gegn Katar í fyrsta leik dagsins í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla. Mikil harka einkenndi leikinn samt sem áður og leikmaður Rússa fékk rautt spjald snemma í fyrri hálfleik. Staðan var 16-13 fyrir Rússa í hálfleik en leikurinn endaði með sjö marka sigri Rússa, 29-22.

Egor Evdomikov fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik eftir að hann dúndraði einn leikmann Katar niður með olnboganum. Um tíma ætlaði allt að sjóða upp úr á milli leikmanna en það færðist síðan ró yfir mannskapinn.

Rússar eru þar með komnir með 4 stig eftir þrjá leiki, en Danir eru eina liðið sem Rússar hafa tapað fyrir. Katar er án stiga en þeir verða mótherjar Íslands í lokaumferðinni í B-riðlinum.

Timur Dibirov var markahæstur í liði Rússa með 6 mörk en Wajdi Sinen skoraði flest fyrir Katar, alls 5. Mohsin Yafai varði aðeins 11 skot í marki Katar af alls 40 skotum sem hann hann fékk á sig – 27% markvarsla. Oleg Grams og Vadim Bogdanov vörðu samtals 18 skot fyrir Rússa og voru með 45% markvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×