Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Topplið Vals og Fram unnu þá bæði sigra í deildinni.
Valur vann fimm marka sigur á Haukum, 31-26, á meðan að Fram hafði betur gegn HK í Digranesi, 27-21.
Valur og Fram áttust við um helgina í toppslag deildarinnar og náðu Valsstúlkur toppsætinu með sigri, 33-28. Fram að því höfðu liðin unnið alla sína leiki til þessa.
Valur er því á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tólf umferðir en Fram er í öðru sæti með 22 stig.
HK er í fjórða sæti með fjórtán stig en Haukar eru í því áttunda með átta stig.
Stefán Karlsson var í Vodafone-höllinni og tók þessar myndir hér fyrir ofan.
HK - Fram 21-27 (9-14)
Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 3, Jóna S. Halldórsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Brynja Magnúsdóttir 2, Arna Björk Almarsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1.
Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 18.
Mörk Fram: Elísabet Gunnarsdóttir 9, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 5, Stella Sigurðardóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1.
Varin skot: Guðrún Bjartmarz 19.
Valur - Haukar 32-26 (18-12)
Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 10, Þorgerður Anna Atladóttir 7, Dagný Skúladóttir 5, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Drífa Skúladóttir 1, Karólína B. Lárudóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.
Mörk Hauka: Marija Gedroit 11, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1, Herdís Hallsdóttir 1.
Valur og Fram unnu bæði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

