Handbolti

HM 2013 | Ungverjar lítil fyrirstaða fyrir Króata

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivan Cupic var markahæstur í liði Króatíu í kvöld.
Ivan Cupic var markahæstur í liði Króatíu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Króatía fylgir Spánverjum eins og skugginn í D-riðli. Króatar unnu þægilegan sigur á Ungverjum í lokaleik dagsins á HM í handbolta, 30-21.

Spánn og Króatía eru bæði með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en fyrr í dag unnu gestgjafarnir 40 marka sigur á Ástralíu, 51-11.

Króatía hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 15-11, og var sigurinn aldrei í hættu eftir það.

Ivan Cupic skoraði átta mörk fyrir Króatíu og þeir Marko Kopljar og Domagoj Duvnjak sex hvor. Lazslo Nagy skoraði fimm mörk fyrir Ungverja, sem og Szabolcs Szöllösi.

Ungverjaland er þrátt fyrir tapið í dag í þægilegri stöðu með fjögur stig í þriðja sæti. Egyptaland og Alsír, sem skildu jöfn fyrr í dag, eru hvort með eitt stig.

Í A-riðli í kvöld unnu Frakkar sigur á Brasilíu, 27-22, og er eina liðið með fullt hús stiga í riðlinum.

Úrslit, staða og leikjadagskrá HM 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×