Dreifa vandræðalegum myndum af kennurum Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. september 2013 12:34 Símar og spjaldtölvur geta hjálpað nemendum í námi. Auðvelt er þó einnig að misnota tæknina. Mynd/Getty Images Kennarar í skólum landsins eru berskjaldaðri í dag en áður. Til eru dæmi um að nemendur stundi það að taka kennara sína upp undir viðkvæmum kringumstæðum, senda upptökurnar svo á samfélagsmiðlana og hlægja að þeim þar. Þetta kemur fram í grein sem Edda Kjartansdóttir, forstöðumaður starfsþróunar Menntavísindastofnunar, ritar á vefinn kritin.is. „Þetta sama á við um myndatökur, nemendur sitja um kennara í tímum og taka af þeim myndir sem afhjúpa ófullkomleika þeirra. Opin buxnaklauf, ber magi, flasa á kraga, stór rass eða svitablettur á skyrtu er „fest á filmu“ og myndunum svo dreift um netið, vinahópum til skemmtunar. Þeir kennarar sem ég hef heyrt í segja að það sé eins og nemendur skilji ekki hvað þetta getur verið særandi, það sé eins og eitthvað hafi breyst varðandi það hvað sé prívat og hvað ekki,“ skrifar Edda. Í samtali við Vísi segir Edda að kennarar finni í auknum mæli fyrir því að þeir séu berskjaldaðir í kennslustofum. „Vandamálið er til staðar. Ég tók þátt í umræðu þar sem kennarar höfðu lent í atvikum líkt og þeim sem lýst er í greininni. Þetta er umræða sem þarf að vera upp á borðinu og nauðsynlegt að fræða nemendur um að þetta sé ekki í lagi,“ segir Edda. Nýir snjallsímar eru tæknilega vel búnir og auðvelt taka myndir og myndbönd án mikillar fyrirhafnar. Edda segir í grein sinni að nemendur skilji kannski ekki hvað þetta getur verið særandi fyrir kennara. Hún bendir einnig á að nemendur hafi alltaf gert grín eða verið illkvitnir í garð kennara síns en í kjölfar aukinar tækni geti dreifingin á slíku efni orðið mun meiri og jafnvel opinber. Þeir kennarar sem verða fyrir barðinu á þessari illkvittni vita því líklega frekar af henni en áður.Ekki lausnin að taka símann af nemendum Er lausnin á þessu vandamáli ekki einföld - banna síma í kennslustofum? Edda er ekki sammála því og bendir á að nemendur noti síma sína til að taka glósur. „Þetta vandamál snýst enda ekki um tæknina heldur snýst það um virðingu, samkennd, tillitsemi og ábyrgð. Nemendur þurfa að læra að kennarar eiga rétt á að vera öruggir í vinnunni. Þó valdahlutföllin séu ekki í jafnvægi þá er alls ekki í lagi að þeir leyfi sér að brjóta á rétti kennara til einkalífs með þessum hætti. Það skapast ekki andrúmsloft trausts og lærdómsanda í kennslustofu þar sem nemendur hafa verið að skoða niðurlægjandi myndir af kennaranum. Virðingin þverr og nám fer forgörðum, því er meira í húfi en bara líðan kennaranna,“ segir Edda í grein sinni. „Foreldrar þurfa að læra að þeir bera ábyrgð á að kenna börnum sínum mannasiði og þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þeir gera börnum sínum ekki gott með því að neita að horfast í augu við það að þau hagi sér með óásættanlegum hætti. Kennarar þurfa að geta leitt bæði nemendum og foreldrum fyrir sjónir að hegðun sem þessi er ólíðandi, án þess að eiga á hættu að vera niðurlægðir af foreldrum. Illkvittni er mannlegur eiginleiki sem við losnum trúlega aldrei við, en við stýrum því mögulega hversu mikið rými hún fær, eða hvað, er þetta töpuð barátta? Væri ekki sorglegt ef eina ráðið við þessari hegðun væri að kennarar þyrftu að brynja sig gegn henni?“Hér má lesa grein Eddu í heild sinni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Kennarar í skólum landsins eru berskjaldaðri í dag en áður. Til eru dæmi um að nemendur stundi það að taka kennara sína upp undir viðkvæmum kringumstæðum, senda upptökurnar svo á samfélagsmiðlana og hlægja að þeim þar. Þetta kemur fram í grein sem Edda Kjartansdóttir, forstöðumaður starfsþróunar Menntavísindastofnunar, ritar á vefinn kritin.is. „Þetta sama á við um myndatökur, nemendur sitja um kennara í tímum og taka af þeim myndir sem afhjúpa ófullkomleika þeirra. Opin buxnaklauf, ber magi, flasa á kraga, stór rass eða svitablettur á skyrtu er „fest á filmu“ og myndunum svo dreift um netið, vinahópum til skemmtunar. Þeir kennarar sem ég hef heyrt í segja að það sé eins og nemendur skilji ekki hvað þetta getur verið særandi, það sé eins og eitthvað hafi breyst varðandi það hvað sé prívat og hvað ekki,“ skrifar Edda. Í samtali við Vísi segir Edda að kennarar finni í auknum mæli fyrir því að þeir séu berskjaldaðir í kennslustofum. „Vandamálið er til staðar. Ég tók þátt í umræðu þar sem kennarar höfðu lent í atvikum líkt og þeim sem lýst er í greininni. Þetta er umræða sem þarf að vera upp á borðinu og nauðsynlegt að fræða nemendur um að þetta sé ekki í lagi,“ segir Edda. Nýir snjallsímar eru tæknilega vel búnir og auðvelt taka myndir og myndbönd án mikillar fyrirhafnar. Edda segir í grein sinni að nemendur skilji kannski ekki hvað þetta getur verið særandi fyrir kennara. Hún bendir einnig á að nemendur hafi alltaf gert grín eða verið illkvitnir í garð kennara síns en í kjölfar aukinar tækni geti dreifingin á slíku efni orðið mun meiri og jafnvel opinber. Þeir kennarar sem verða fyrir barðinu á þessari illkvittni vita því líklega frekar af henni en áður.Ekki lausnin að taka símann af nemendum Er lausnin á þessu vandamáli ekki einföld - banna síma í kennslustofum? Edda er ekki sammála því og bendir á að nemendur noti síma sína til að taka glósur. „Þetta vandamál snýst enda ekki um tæknina heldur snýst það um virðingu, samkennd, tillitsemi og ábyrgð. Nemendur þurfa að læra að kennarar eiga rétt á að vera öruggir í vinnunni. Þó valdahlutföllin séu ekki í jafnvægi þá er alls ekki í lagi að þeir leyfi sér að brjóta á rétti kennara til einkalífs með þessum hætti. Það skapast ekki andrúmsloft trausts og lærdómsanda í kennslustofu þar sem nemendur hafa verið að skoða niðurlægjandi myndir af kennaranum. Virðingin þverr og nám fer forgörðum, því er meira í húfi en bara líðan kennaranna,“ segir Edda í grein sinni. „Foreldrar þurfa að læra að þeir bera ábyrgð á að kenna börnum sínum mannasiði og þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þeir gera börnum sínum ekki gott með því að neita að horfast í augu við það að þau hagi sér með óásættanlegum hætti. Kennarar þurfa að geta leitt bæði nemendum og foreldrum fyrir sjónir að hegðun sem þessi er ólíðandi, án þess að eiga á hættu að vera niðurlægðir af foreldrum. Illkvittni er mannlegur eiginleiki sem við losnum trúlega aldrei við, en við stýrum því mögulega hversu mikið rými hún fær, eða hvað, er þetta töpuð barátta? Væri ekki sorglegt ef eina ráðið við þessari hegðun væri að kennarar þyrftu að brynja sig gegn henni?“Hér má lesa grein Eddu í heild sinni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira