Handbolti

Ótrúlegur sigur Kiel | Guðjón og Aron áberandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þeir félagar Aron og Guðjón voru góðir í dag.
Þeir félagar Aron og Guðjón voru góðir í dag. MYND/ VILHELM
Þýska stórliðið Kiel vann ótrúlegan sigur á pólska liðinu Wisla Plock í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Kiel vann eins marks sigur 34-33.

Kiel skoraði tvö síðustu mörk leiksins en það síðasta kom eftir að Filip Jicha stal boltanum í vörninni og brunaði upp völlinn þar sem hann skoraði á síðasta andartaki leiksins.

Jicha var markahæstur hjá Kiel með átta mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 og Aron Pálmarsson og Marko Vujin 6 mörk hvor.

Kiel leikur í B-riðli. Í D-riðli sigraði Flensburg Álaborg 31-27. Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir þýska stórliðið en lék að vanda stórt hlutverk í vörn liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×