Einn af þekktari kjólum Díönu prinsessu hefur verið seldur á uppboði í Bretlandi fyrir 240.000 pund eða tæplega 46 milljónir króna.
Um er að ræða dökkbláan kjól sem prinsessan klæddist í veislu hjá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta árið 1985. Þessi veisla varð einkum minnisstæð sökum þess að Díana prinsessa tók sporið með leikaranum John Travolta á dansgólfinu.
Kaupandinn er breskur karlmaður en hann segir að hann ætli að nota kjólinn sem óvænta gjöf handa eiginkonu sinni.

