Rússneski orkurisinn Gazprom er sagður hafa gert stjórnvöldum á Kýpur tilboð um að endurreisa bankakerfi eyjarinnar án þeirra skilyrða sem fylgja neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Gazprom vill hinsvegar fá töluvert fyrir sinn snúð. Orkurisinn vill fá víðtækar heimildir til vinnslu á jarðgasi undan ströndum Kýpur en vitað er af miklum gaslögum undir hafsbotninum þar. Raunar er talið að verðmæti þeirra geti á endanum numið allt að 100 milljörðum evra.
Fjallað er um málið í Alphaville einum af föstum dálkum í viðskiptablaðinu Financial Times. Þar segir að Gazprom hafi lagt fram tilboð sitt í upphafi vikunnar eða skömmu áður en fjármálaráðherra Kýpur hélt til Moskvu til viðræðna við rússneska leiðtoga um vanda eyjarinnar.
Vitað er að Rússar eiga gífurlegra hagsmuna að gæta í bankakerfi Kýpur. Alphaville vitnar í skýrslu frá þýsku leyniþjónustunni sem tímaritið Der Spiegel komst yfir. Þar segir að um 80 milljarðar dollara af rússnesku fé, löglegu og ólöglegu, hafi runnið í gegnum banka á Kýpur árið 2011.
Leyniþjónustan telur að núverandi innistæður Rússa í bönkum eyjarinnar nemi um 26 milljörðum dollara sem er vel yfir landsframleiðslu Kýpur.
Rússneski orkurisinn Gazprom býðst til þess að bjarga Kýpur

Mest lesið




Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent