Rússneski orkurisinn Gazprom býðst til þess að bjarga Kýpur 20. mars 2013 06:11 Rússneski orkurisinn Gazprom er sagður hafa gert stjórnvöldum á Kýpur tilboð um að endurreisa bankakerfi eyjarinnar án þeirra skilyrða sem fylgja neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gazprom vill hinsvegar fá töluvert fyrir sinn snúð. Orkurisinn vill fá víðtækar heimildir til vinnslu á jarðgasi undan ströndum Kýpur en vitað er af miklum gaslögum undir hafsbotninum þar. Raunar er talið að verðmæti þeirra geti á endanum numið allt að 100 milljörðum evra. Fjallað er um málið í Alphaville einum af föstum dálkum í viðskiptablaðinu Financial Times. Þar segir að Gazprom hafi lagt fram tilboð sitt í upphafi vikunnar eða skömmu áður en fjármálaráðherra Kýpur hélt til Moskvu til viðræðna við rússneska leiðtoga um vanda eyjarinnar. Vitað er að Rússar eiga gífurlegra hagsmuna að gæta í bankakerfi Kýpur. Alphaville vitnar í skýrslu frá þýsku leyniþjónustunni sem tímaritið Der Spiegel komst yfir. Þar segir að um 80 milljarðar dollara af rússnesku fé, löglegu og ólöglegu, hafi runnið í gegnum banka á Kýpur árið 2011. Leyniþjónustan telur að núverandi innistæður Rússa í bönkum eyjarinnar nemi um 26 milljörðum dollara sem er vel yfir landsframleiðslu Kýpur. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneski orkurisinn Gazprom er sagður hafa gert stjórnvöldum á Kýpur tilboð um að endurreisa bankakerfi eyjarinnar án þeirra skilyrða sem fylgja neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gazprom vill hinsvegar fá töluvert fyrir sinn snúð. Orkurisinn vill fá víðtækar heimildir til vinnslu á jarðgasi undan ströndum Kýpur en vitað er af miklum gaslögum undir hafsbotninum þar. Raunar er talið að verðmæti þeirra geti á endanum numið allt að 100 milljörðum evra. Fjallað er um málið í Alphaville einum af föstum dálkum í viðskiptablaðinu Financial Times. Þar segir að Gazprom hafi lagt fram tilboð sitt í upphafi vikunnar eða skömmu áður en fjármálaráðherra Kýpur hélt til Moskvu til viðræðna við rússneska leiðtoga um vanda eyjarinnar. Vitað er að Rússar eiga gífurlegra hagsmuna að gæta í bankakerfi Kýpur. Alphaville vitnar í skýrslu frá þýsku leyniþjónustunni sem tímaritið Der Spiegel komst yfir. Þar segir að um 80 milljarðar dollara af rússnesku fé, löglegu og ólöglegu, hafi runnið í gegnum banka á Kýpur árið 2011. Leyniþjónustan telur að núverandi innistæður Rússa í bönkum eyjarinnar nemi um 26 milljörðum dollara sem er vel yfir landsframleiðslu Kýpur.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira