Rússneski orkurisinn Gazprom býðst til þess að bjarga Kýpur 20. mars 2013 06:11 Rússneski orkurisinn Gazprom er sagður hafa gert stjórnvöldum á Kýpur tilboð um að endurreisa bankakerfi eyjarinnar án þeirra skilyrða sem fylgja neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gazprom vill hinsvegar fá töluvert fyrir sinn snúð. Orkurisinn vill fá víðtækar heimildir til vinnslu á jarðgasi undan ströndum Kýpur en vitað er af miklum gaslögum undir hafsbotninum þar. Raunar er talið að verðmæti þeirra geti á endanum numið allt að 100 milljörðum evra. Fjallað er um málið í Alphaville einum af föstum dálkum í viðskiptablaðinu Financial Times. Þar segir að Gazprom hafi lagt fram tilboð sitt í upphafi vikunnar eða skömmu áður en fjármálaráðherra Kýpur hélt til Moskvu til viðræðna við rússneska leiðtoga um vanda eyjarinnar. Vitað er að Rússar eiga gífurlegra hagsmuna að gæta í bankakerfi Kýpur. Alphaville vitnar í skýrslu frá þýsku leyniþjónustunni sem tímaritið Der Spiegel komst yfir. Þar segir að um 80 milljarðar dollara af rússnesku fé, löglegu og ólöglegu, hafi runnið í gegnum banka á Kýpur árið 2011. Leyniþjónustan telur að núverandi innistæður Rússa í bönkum eyjarinnar nemi um 26 milljörðum dollara sem er vel yfir landsframleiðslu Kýpur. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Rússneski orkurisinn Gazprom er sagður hafa gert stjórnvöldum á Kýpur tilboð um að endurreisa bankakerfi eyjarinnar án þeirra skilyrða sem fylgja neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gazprom vill hinsvegar fá töluvert fyrir sinn snúð. Orkurisinn vill fá víðtækar heimildir til vinnslu á jarðgasi undan ströndum Kýpur en vitað er af miklum gaslögum undir hafsbotninum þar. Raunar er talið að verðmæti þeirra geti á endanum numið allt að 100 milljörðum evra. Fjallað er um málið í Alphaville einum af föstum dálkum í viðskiptablaðinu Financial Times. Þar segir að Gazprom hafi lagt fram tilboð sitt í upphafi vikunnar eða skömmu áður en fjármálaráðherra Kýpur hélt til Moskvu til viðræðna við rússneska leiðtoga um vanda eyjarinnar. Vitað er að Rússar eiga gífurlegra hagsmuna að gæta í bankakerfi Kýpur. Alphaville vitnar í skýrslu frá þýsku leyniþjónustunni sem tímaritið Der Spiegel komst yfir. Þar segir að um 80 milljarðar dollara af rússnesku fé, löglegu og ólöglegu, hafi runnið í gegnum banka á Kýpur árið 2011. Leyniþjónustan telur að núverandi innistæður Rússa í bönkum eyjarinnar nemi um 26 milljörðum dollara sem er vel yfir landsframleiðslu Kýpur.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira