Handbolti

Góð mæting á leiki í Sevilla

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Íslensku stuðningsmennirnir hafa sett sinn svip á leikina í Sevilla.
Íslensku stuðningsmennirnir hafa sett sinn svip á leikina í Sevilla. Mynd/Vilhelm
Mótshaldarar í Sevilla eru hæstánægðir með aðsóknina á leikina í B-riðli heimsmeistaramótsins sem fram fara í San Paplo-höllinni. Það er pláss fyrir um 9.500 áhorfendur og á fjórða keppnisdegi var metfjöldi þegar um 6.400 áhorfendur mættu á leikina.

Á þriðja keppnisdeginum mættu um 5.500 áhorfendur en það voru heldur færri fyrstu tvo keppnisdagana, á laugardegi og sunnudegi. Miðaverð á leikina er ekki hátt, en þeir sem sitja fyrir aftan mörkin, greiða 15 evrur fyrir miðann sem gildir á alla þrjá leikina, rétt um 2.600 kr.

Dýrustu miðarnir sem eru seldir í sæti kosta 30 evrur eða sem nemur rétt rúmlega 5.000 kr. og gilda þeir einnig á alla þrjá leikina sem í boði eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×