Ernir Hrafn: Draumur að rætast að fá að vera í þessu liði Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. janúar 2013 07:00 Ernir Hrafn Arnarson skoraði eitt mark á móti Dönum. Mynd/Vilhelm Ernir Hrafn Arnarson fékk óvænt símtal hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara sl. sunnudagskvöld. Aron hafði ákveðið að taka Erni inn í landsliðshópinn eftir tvo fyrstu leiki Íslands í riðlakeppninni – og Ólafur Guðmundsson var settur út úr hópnum. Ernir var ekki búinn að taka upp úr töskunum eftir langt ferðalag frá Íslandi til Düsseldorf í Þýskalandi þegar hann var rokinn af stað á ný áleiðis til Spánar. „Ég fékk aðeins lengra jólafrí hjá Emsdetten þar sem ég spila og ég var búinn að vera í flug- og lestarferðum þegar símtalið kom. Það var því ekkert annað að gera en að drífa sig í flug um nóttina frá Düsseldorf til Madrid, og síðan tók við löng lestarferð til Sevilla. Ég var því aðeins lúinn á fyrstu æfingunni á mánudagskvöld en ég kvarta ekki – það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu. Ernir Hrafn er 26 ára gamall, örvhent skytta, og hann lék æfingaleikina gegn Túnis í lok desember og var síðan í æfingahópnum þar til Aron tilkynnti hvaða leikmenn hann valdi fyrir HM á Spáni. „Það eru eflaust margir á Íslandi sem hafa ekki hugmynd um hver ég er, enda er það eðlilegt. Aron hefur sett mig í það hlutverk að leysa Ásgeir Örn Hallgrímsson af í 5-10 mínútur. Og ég þarf að standa mig og þá sérstaklega í varnarhlutverkinu. Á sama tíma þurfum við sem komum inn af bekknum að þora að taka ákvarðanir í sókninni," sagði Ernir en hann skoraði eitt mark gegn Dönum úr eina skotinu sem hann tók í leiknum. „Það var fínt að skora en leikurinn var ekki góður hjá okkur. Ég gerði mistök í vörninni með því að láta reka mig út af í tvær mínútur í fyrri hálfleik sem var ekki gott fyrir liðið." Ernir Hrafn hefur gengið í gegnum „meiðslapakka" síðustu ár en er að ná fyrri styrk og bjartsýnn á framhaldið. „Samningurinn við Emsdetten rennur út í vor, við erum efstir í næstefstu deild, og stefnan er sett á að komast upp. Ég veit ekki um framhaldið hjá mér en vonandi styrkir það samningsstöðu mína að fá tækifæri hér á HM. Að vera í þessu liði er eitthvað sem ég hef látið mig dreyma um lengi," sagði Ernir Hrafn Arnarson. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira
Ernir Hrafn Arnarson fékk óvænt símtal hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara sl. sunnudagskvöld. Aron hafði ákveðið að taka Erni inn í landsliðshópinn eftir tvo fyrstu leiki Íslands í riðlakeppninni – og Ólafur Guðmundsson var settur út úr hópnum. Ernir var ekki búinn að taka upp úr töskunum eftir langt ferðalag frá Íslandi til Düsseldorf í Þýskalandi þegar hann var rokinn af stað á ný áleiðis til Spánar. „Ég fékk aðeins lengra jólafrí hjá Emsdetten þar sem ég spila og ég var búinn að vera í flug- og lestarferðum þegar símtalið kom. Það var því ekkert annað að gera en að drífa sig í flug um nóttina frá Düsseldorf til Madrid, og síðan tók við löng lestarferð til Sevilla. Ég var því aðeins lúinn á fyrstu æfingunni á mánudagskvöld en ég kvarta ekki – það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu. Ernir Hrafn er 26 ára gamall, örvhent skytta, og hann lék æfingaleikina gegn Túnis í lok desember og var síðan í æfingahópnum þar til Aron tilkynnti hvaða leikmenn hann valdi fyrir HM á Spáni. „Það eru eflaust margir á Íslandi sem hafa ekki hugmynd um hver ég er, enda er það eðlilegt. Aron hefur sett mig í það hlutverk að leysa Ásgeir Örn Hallgrímsson af í 5-10 mínútur. Og ég þarf að standa mig og þá sérstaklega í varnarhlutverkinu. Á sama tíma þurfum við sem komum inn af bekknum að þora að taka ákvarðanir í sókninni," sagði Ernir en hann skoraði eitt mark gegn Dönum úr eina skotinu sem hann tók í leiknum. „Það var fínt að skora en leikurinn var ekki góður hjá okkur. Ég gerði mistök í vörninni með því að láta reka mig út af í tvær mínútur í fyrri hálfleik sem var ekki gott fyrir liðið." Ernir Hrafn hefur gengið í gegnum „meiðslapakka" síðustu ár en er að ná fyrri styrk og bjartsýnn á framhaldið. „Samningurinn við Emsdetten rennur út í vor, við erum efstir í næstefstu deild, og stefnan er sett á að komast upp. Ég veit ekki um framhaldið hjá mér en vonandi styrkir það samningsstöðu mína að fá tækifæri hér á HM. Að vera í þessu liði er eitthvað sem ég hef látið mig dreyma um lengi," sagði Ernir Hrafn Arnarson.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira