Handbolti

Róbert | Ég verð tilbúinn á bekknum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Róbert Gunnarsson sat á varamannabekknum gegn Dönum og kom ekkert við sögu í leiknum.
Róbert Gunnarsson sat á varamannabekknum gegn Dönum og kom ekkert við sögu í leiknum. Mynd / Vilhelm
Róbert Gunnarsson kom ekkert við sögu í leiknum gegn Dönum en hann hefur ekki alveg jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leiknum gegn Rússum. Fyrsta leiknum hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM á Spáni s.l. laugardag. Línumaðurinn lék ekkert með gegn Síle en hann lék í nokkrar mínútur í sigurleiknum gegn Makedóníu. Róbert á ekki von á því að leika mikið gegn liði Katar í dag.

„Ég er ekki alveg heill og þetta tekur einhverja daga til viðbótar að verða 100%. Ég verð til taks á bekknum og tilbúinn að koma inn ef þess gerist þörf. Ég get spilað en eftir því sem ég fæ fleiri daga til þess að jafna mig þá verð ég betri," sagði Róbert í gær en hann fékk þungt högg á aftanvert hægra læri og blæddi töluvert inn á vöðva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×