Handbolti

HM 2013 | Rússland vann skyldusigur á Síle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Timur Dibirov skýtur að marki í dag.
Timur Dibirov skýtur að marki í dag. Nordic Photos / AFP
Rússland er mjög líklega búið að tryggja sér annað sæti B-riðils á HM í handbolta með sigri á Síle, 36-24, í dag.

Makedónía getur reyndar jafnað Rússa að stigum í dag en þarf nítján marka sigur á Evrópumeisturum Danmerkur til að komast upp í annað sæti riðilsins.

Ísland treystir reyndar á Dani að vinna sigur í þeim leik til svo að strákunum okkar dugi sigur á Katar á eftir til að komast upp í þriðja sæti riðilsins.

Sigur Rússa í dag var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Timur Dibirov var markahæstur með tíu mörk en hjá Síle skoraði Emil Feuchtmann níu mörk.

Úrslit, staða og næstu leikir á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×