Handbolti

Þórir: Aðalmálið að vinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Þórir Ólafsson var valinn maður leiksins gegn Katar í dag en hann skoraði níu mörk í leiknum, sem er persónulegt met á stórmóti.

„Við vorum að spila vel í dag. Okkur tókst að opna hornið oft og nýttum hraðaupphlaupin vel, sem er gaman," sagði Þórir í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.

„Það er auðvitað alltaf gaman að skora en við ætluðum fyrst og fremst að vinna leikinn. Það tókst og er númer eitt."

„Við eru mnú búnir að gera okkar í dag og svo sjáum við til hvað gerist. Ég á ekki óskamótherja en við tökum því sem kemur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×