Handbolti

HM 2013 | Brasilía skaust upp í þriðja sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilía hafði betur gegn Svartfjallalandi í lokaleik dagsins á HM í handbolta. Niðurstaðan eins marks sigur, 26-25, eftir spennandi leik.

Svartfjallaland, sem sló út Svía í undankeppni HM, tapaði því öllum leikjum sínum í A-riðli og fer í Forsetabikarinn ásamt Argentínu.

Brasilíumenn hafa hins vegar náð sér vel á strik eftir tíu marka tap fyrir Þýskalandi í fyrsta leik og mæta þeir Rússum í 16-liða úrslitunum á sunnudag.

Liðin skiptust á að vera í forystu í leiknum en Brasilía komst yfir þegar átta mínútur voru eftir og lét hana ekki af hendi eftir það. Felipe Ribeiro skoraði sjö mörk fyrir Brasilíu í leiknum og Mladen Rakcevic sjö fyrri Svartfjallaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×