Handbolti

Vignir: Þetta hafðist

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
„Þetta var ekki okkar besti leikur í dag en þetta hafðist. Aðalmálið var að við unnum," sagði varnarmaðurinn Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Katar í dag.

Vignir sagði í viðtali við Arnar Björnsson eftir leik að íslenska liðið geti spilað betri varnarleik en í dag.

„Ég held samt að vörnin sé ekki vandamál hjá okkur. Við getum alltaf gert betur, eins og í öllum leikjum. Þetta er einfaldlega verkefni sem við þurfum að leysa - þetta er ekki vandamál."

Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar.

„Mér er alveg sama um næsta mótherja. Þetta verður bikarkeppni og við munu mæta trylltir til leiks og gera allt til að vinna hann - sama hverjum við mætum."

„Við erum klárir í næsta leik og verður spennandi að sjá hverja við fáum. Nú förum við í langt ferðalag á morgun og munum hefja undirbúning strax í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×