Lífið

Góð ráð fyrir sanna leiðtoga - stikla úr Ástríði

Fjórði þáttur seríunnar Ástríður, í leikstjórn Silju Hauksdóttur var sýndur á Stöð 2 á sunnudaginn.

Ástríður starfar enn innan fjármálageirans í þessari nýjustu seríu og auðvitað spila ástarmál hennar stórt hlutverk.

Hún lendir í óborganlegum aðstæðum eins og meðfylgjandi klippa sýnir þar sem Ástríður vill blása undirmönnum sínum baráttuanda í brjóst.

Ilmur Kristjánsdóttir glæðir hina klaufsku en skemmtilegu Ástríði lífi en með önnur hlutverk fara meðal annars Þóra Karítas Árnadóttir, Kjartan Guðjónsson, Rúnar Freyr Gíslason og Hilmir Snær Guðnason. 



Önnur þáttaröð Ástríðar hóf göngu sína í haust, en þættirnir eru á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 20.45.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.