Nota sömu aðferðir og tóbaksfyrirtækin Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2013 07:30 Sykur. Óhollustuiðnaðurinn vill ekki láta segja sér fyrir verkum. Nordicphotos/AFP Fjölþjóðleg stórfyrirtæki í matvöru- og drykkjarframleiðslu grafa kerfisbundið undan markmiðum stjórnvalda í heilbrigðismálum. Þau beita til þess sömu aðferðum og tóbaksiðnaðurinn gerði áratugum saman. Þetta fullyrðir hópur vísindamanna í breska læknatímaritinu The Lancet. Með því að framleiða og selja óhollustufæði í stórum stíl eiga þessi stórfyrirtæki stóran þátt í því hve algengir ósmitnæmir sjúkdómar á borð við krabbamein, sykursýki og hjartasjúkdóma eru. Vísindamennirnir hvetja stjórnvöld til að taka höndum saman gegn þessum fyrirtækjum og herða mjög allar reglur um matvælaframleiðslu til að tryggja betra heilsufar. „Óhollustuiðnaðurinn á ekki að hafa neitt hlutverk við að móta stefnu stjórnvalda einstakra ríkja eða alþjóðasamfélagsins gagnvart ósmitnæmum sjúkdómum,“ er ein helsta niðurstaða þeirra. Í grein þeirra í The Lancet segja þeir að greina megi fjórar meginleiðir sem fjölþjóðleg matvælafyrirtæki fara til þess að grafa undan heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Fyrsta leiðin er sú að hafa áhrif á niðurstöður rannsókna. Greining á þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið á hollustu matvæla, leiddi í ljós að þær rannsóknir, sem styrktar voru alfarið af matvæla- og drykkjarvöruframleiðendum, voru fjórum til átta sinnum líklegri en aðrar rannsóknir til að gefa af sér niðurstöður sem voru styrktarfyrirtækjunum í hag. Önnur leið er sú að fá stjórnvöld og vísindamenn í lið með sér og taka beinan þátt í að móta þær reglur sem settar eru um matvælaframleiðslu. Þriðja leiðin er sú að þrýsta á stjórnmálamenn og embættismenn, til dæmis með því að styrkja kosningasjóði þeirra sem eru andvígir miklu opinberu eftirliti. Dæmi er nefnt af því að bandarískir sykurframleiðendur hótuðu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni með því að þeir myndu þrýsta á Bandaríkjastjórn til að fá hana til að hætta að leggja fé til stofnunarinnar vegna þess að hún hafði lagt áherslu á að tengsl væru milli sykurneyslu og ósmitnæmra sjúkdóma. Fjórða leiðin er svo sú að hvetja kjósendur til að andmæla opinberum reglum um matvælaframleiðslu en hvetja þess í stað til almennrar fræðslu og upplýsingagjafar, sem hefur ekki reynst jafn áhrifarík. Allar þessar aðferðir eru nauðalíkar þeim sem tóbaksiðnaðurinn beitti með góðum árangri áratugum saman. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Fjölþjóðleg stórfyrirtæki í matvöru- og drykkjarframleiðslu grafa kerfisbundið undan markmiðum stjórnvalda í heilbrigðismálum. Þau beita til þess sömu aðferðum og tóbaksiðnaðurinn gerði áratugum saman. Þetta fullyrðir hópur vísindamanna í breska læknatímaritinu The Lancet. Með því að framleiða og selja óhollustufæði í stórum stíl eiga þessi stórfyrirtæki stóran þátt í því hve algengir ósmitnæmir sjúkdómar á borð við krabbamein, sykursýki og hjartasjúkdóma eru. Vísindamennirnir hvetja stjórnvöld til að taka höndum saman gegn þessum fyrirtækjum og herða mjög allar reglur um matvælaframleiðslu til að tryggja betra heilsufar. „Óhollustuiðnaðurinn á ekki að hafa neitt hlutverk við að móta stefnu stjórnvalda einstakra ríkja eða alþjóðasamfélagsins gagnvart ósmitnæmum sjúkdómum,“ er ein helsta niðurstaða þeirra. Í grein þeirra í The Lancet segja þeir að greina megi fjórar meginleiðir sem fjölþjóðleg matvælafyrirtæki fara til þess að grafa undan heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Fyrsta leiðin er sú að hafa áhrif á niðurstöður rannsókna. Greining á þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið á hollustu matvæla, leiddi í ljós að þær rannsóknir, sem styrktar voru alfarið af matvæla- og drykkjarvöruframleiðendum, voru fjórum til átta sinnum líklegri en aðrar rannsóknir til að gefa af sér niðurstöður sem voru styrktarfyrirtækjunum í hag. Önnur leið er sú að fá stjórnvöld og vísindamenn í lið með sér og taka beinan þátt í að móta þær reglur sem settar eru um matvælaframleiðslu. Þriðja leiðin er sú að þrýsta á stjórnmálamenn og embættismenn, til dæmis með því að styrkja kosningasjóði þeirra sem eru andvígir miklu opinberu eftirliti. Dæmi er nefnt af því að bandarískir sykurframleiðendur hótuðu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni með því að þeir myndu þrýsta á Bandaríkjastjórn til að fá hana til að hætta að leggja fé til stofnunarinnar vegna þess að hún hafði lagt áherslu á að tengsl væru milli sykurneyslu og ósmitnæmra sjúkdóma. Fjórða leiðin er svo sú að hvetja kjósendur til að andmæla opinberum reglum um matvælaframleiðslu en hvetja þess í stað til almennrar fræðslu og upplýsingagjafar, sem hefur ekki reynst jafn áhrifarík. Allar þessar aðferðir eru nauðalíkar þeim sem tóbaksiðnaðurinn beitti með góðum árangri áratugum saman.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira